Birgir Leifur ekki í gegnum niðurskurðinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2008 10:06 Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur. Nordic Photos / Getty Images Birgir Leifur Hafþórsson lék í dag á 72 höggum á öðrum keppnisdegi opna Joburg-mótsins í Suður-Afríku en mótið er liður í Evrópumótaröðinni í golfi. Birgir Leifur lék á 72 höggum í dag eða einu höggi yfir pari vallarins. Hann lék í gær á 75 höggum og er samtals á fimm höggum yfir pari. Nánast útilokað er að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Keppt er á tveimur völlum á mótinu sem fer fram hjá Royal Johannesburg and Kensington klúbbnum. Í gær lék hann á Austurvellinum en lék á Vesturvellinum í dag. Hann byrjaði daginn í dag með því að fá skolla, rétt eins og í gær. Hann fékk hins vegar par á þriðju braut og fékk par á næstu fjórum holum. Birgir Leifur náði svo öðrum fugli á áttundu holu en missti svo parið á níundu. Hann lék því fyrri níu holurnar á pari. Á seinni níu byrjaði hann á því að fá par á fyrstu fimm holunum. Hann fékk svo fugl á fimmtándu holu en fékk svo skolla á tveimur af síðustu þremur holunum, rétt eins og í gær. Sem stendur er hann í 141.-160. sæti en það kemur endanlega í ljós í lok keppnisdagsins í hvaða sæti hann hafnar. Annar keppnisdagur: á pari 1. braut: Par 4 (374 metrar) - 5 högg (skolli) 2. braut: Par 5 (490 metrar) - 5 högg (par) 3. braut: Par 4 (425 metrar) - 3 högg (fugl) 4. braut: Par 4 (353 metrar) - 4 högg (par) 5. braut: Par 3 (111 metrar) - 3 högg (par) 6. braut: Par 4 (373 metrar) - 4 högg (par) 7. braut: Par 4 (373 metrar) - 4 högg (par) 8. braut: Par 3 (214 metrar) - 2 högg (fugl) 9. braut: Par 5 (507 metrar) - 6 högg (skolli) Fyrri níu: Par 36 - 36 högg (á pari) 10. braut: Par 4 (386 metrar) - 4 högg (par) 11. braut: Par 4 (340 metrar) - 4 högg (par) 12. braut: Par 4 (412 metrar) - 4 högg (par) 13. braut: Par 3 (188 metrar) - 3 högg (par) 14. braut: Par 4 (434 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 5 (489 metrar) - 4 högg (fugl) 16. braut: Par 3 (163 metrar) - 4 högg (skolli) 17. braut: Par 4 (348 metrar) - 4 högg (par) 18. braut: Par 4 (452 metrar) - 5 högg (skolli) Seinni níu: Par 35 - 36 högg (einu yfir pari) Fyrsti keppnisdagur: 75 högg (4 yfir pari) Annar keppnisdagur: 72 högg (1 yfir pari) Samtals: 5 yfir pari (141.-160. sæti) Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson lék í dag á 72 höggum á öðrum keppnisdegi opna Joburg-mótsins í Suður-Afríku en mótið er liður í Evrópumótaröðinni í golfi. Birgir Leifur lék á 72 höggum í dag eða einu höggi yfir pari vallarins. Hann lék í gær á 75 höggum og er samtals á fimm höggum yfir pari. Nánast útilokað er að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Keppt er á tveimur völlum á mótinu sem fer fram hjá Royal Johannesburg and Kensington klúbbnum. Í gær lék hann á Austurvellinum en lék á Vesturvellinum í dag. Hann byrjaði daginn í dag með því að fá skolla, rétt eins og í gær. Hann fékk hins vegar par á þriðju braut og fékk par á næstu fjórum holum. Birgir Leifur náði svo öðrum fugli á áttundu holu en missti svo parið á níundu. Hann lék því fyrri níu holurnar á pari. Á seinni níu byrjaði hann á því að fá par á fyrstu fimm holunum. Hann fékk svo fugl á fimmtándu holu en fékk svo skolla á tveimur af síðustu þremur holunum, rétt eins og í gær. Sem stendur er hann í 141.-160. sæti en það kemur endanlega í ljós í lok keppnisdagsins í hvaða sæti hann hafnar. Annar keppnisdagur: á pari 1. braut: Par 4 (374 metrar) - 5 högg (skolli) 2. braut: Par 5 (490 metrar) - 5 högg (par) 3. braut: Par 4 (425 metrar) - 3 högg (fugl) 4. braut: Par 4 (353 metrar) - 4 högg (par) 5. braut: Par 3 (111 metrar) - 3 högg (par) 6. braut: Par 4 (373 metrar) - 4 högg (par) 7. braut: Par 4 (373 metrar) - 4 högg (par) 8. braut: Par 3 (214 metrar) - 2 högg (fugl) 9. braut: Par 5 (507 metrar) - 6 högg (skolli) Fyrri níu: Par 36 - 36 högg (á pari) 10. braut: Par 4 (386 metrar) - 4 högg (par) 11. braut: Par 4 (340 metrar) - 4 högg (par) 12. braut: Par 4 (412 metrar) - 4 högg (par) 13. braut: Par 3 (188 metrar) - 3 högg (par) 14. braut: Par 4 (434 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 5 (489 metrar) - 4 högg (fugl) 16. braut: Par 3 (163 metrar) - 4 högg (skolli) 17. braut: Par 4 (348 metrar) - 4 högg (par) 18. braut: Par 4 (452 metrar) - 5 högg (skolli) Seinni níu: Par 35 - 36 högg (einu yfir pari) Fyrsti keppnisdagur: 75 högg (4 yfir pari) Annar keppnisdagur: 72 högg (1 yfir pari) Samtals: 5 yfir pari (141.-160. sæti)
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira