Körfubolti

Stórt tap Lottomatica Roma

Ray Allan, leikmaður Lottomatica, reynir að stöðva Oguz Savas í gær.
Ray Allan, leikmaður Lottomatica, reynir að stöðva Oguz Savas í gær. Nordic Photos / AFP

Lottomatica Roma tapaði í gær fyrir Fenerbahce á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í körfubolta, 84-63. Jón Arnór Stefánsson lék ekki með liðinu.

Fenerbahce hafði tíu stiga forystu í hálfleik og var sigurinn aldrei í hættu.

Leikurinn var þó líklegast merkilegar fyrir þær sakir að Mirsad Turkcan, leikmaður Fenerbahce, varð fyrsti leikmaður deildarinnar til að ná meira en 1000 fráköstum á ferlinum.

Fimm lið eru komin áfram í 16-liða úrslit í keppninni úr riðlunum þremur. Það eru Lietuvus Rytas, CSKA, AXA FB, Unicaja og Panathinaikos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×