Áfall fyrir Kanada að missa Formúlu 1 mótið 8. október 2008 15:40 Ekki verður keppt á götum Monreal á næsta ári og borgin verður af miklum ferðamannatekjum af þeim sökum. Mynd: Getty Images FIA tilkynnti í gær að ekkert mótshald verði í Montreal í Kanada á næsta ári og ákvörðunin virðist hafa komið skipuleggjendum mótsins á óvart. "Þetta er búið og gert. FIA kaus um málið og þetta er niðurstaðan. Þessi ákvörðu kom nokkuð á óvart. Formúla 1 er að færast á leiksvið sem hentar lengur og brautarstæðin eru að verða glæsilegri og viðameiri en við höfum upp á að bjóða. Þetta er gert á viðskiptalegum forsendum", sagði Roger Peart forsvarsmaður kanadíska bílasambandsins. Montreal verður af miklum ferðamannatekjum vegna ákvörðunar FIA og ekki er búist við því að henni verði breytt. Mótshaldið hefur verið vinsælt meðal keppenda og áhorfenda og hátt í 200.000 manns hafa fyllt hvern krók og kíma á áhorfendasvæðum meðfram götubrautinni í Montreal. Það er því nokkuð ljóst að ekkert Formúlu 1 mót verður vestan hafs á næsta ári, sem rýrir óneitanlega gildi mótins sem alheims mótaraðar. Mótshald hefur verið að færast til Persaflóa og Asíu síðustu ár og íþróttinn hefur aldrei náð almennilegu flugi í Bandaríkjunum. Þó hefur verið rætt um mótshald í New York eða Las Vegas, en það hefur ekki náð lengra. Á meðan er verið að byggja nýja vettvang í Abu Dhabi fyrir næsta ár og í Nýju Dehli í Indlandi fyrir árið 2010. Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
FIA tilkynnti í gær að ekkert mótshald verði í Montreal í Kanada á næsta ári og ákvörðunin virðist hafa komið skipuleggjendum mótsins á óvart. "Þetta er búið og gert. FIA kaus um málið og þetta er niðurstaðan. Þessi ákvörðu kom nokkuð á óvart. Formúla 1 er að færast á leiksvið sem hentar lengur og brautarstæðin eru að verða glæsilegri og viðameiri en við höfum upp á að bjóða. Þetta er gert á viðskiptalegum forsendum", sagði Roger Peart forsvarsmaður kanadíska bílasambandsins. Montreal verður af miklum ferðamannatekjum vegna ákvörðunar FIA og ekki er búist við því að henni verði breytt. Mótshaldið hefur verið vinsælt meðal keppenda og áhorfenda og hátt í 200.000 manns hafa fyllt hvern krók og kíma á áhorfendasvæðum meðfram götubrautinni í Montreal. Það er því nokkuð ljóst að ekkert Formúlu 1 mót verður vestan hafs á næsta ári, sem rýrir óneitanlega gildi mótins sem alheims mótaraðar. Mótshald hefur verið að færast til Persaflóa og Asíu síðustu ár og íþróttinn hefur aldrei náð almennilegu flugi í Bandaríkjunum. Þó hefur verið rætt um mótshald í New York eða Las Vegas, en það hefur ekki náð lengra. Á meðan er verið að byggja nýja vettvang í Abu Dhabi fyrir næsta ár og í Nýju Dehli í Indlandi fyrir árið 2010.
Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira