Skerðing launa ökumanna möguleg 17. desember 2008 13:26 Stefano Domenicali gefur í skyn að lækka þurfi laun ökumanna, en Kimi Raikkönen er launahæsti ökumaðurinn í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari telur að laun allra Formúlu 1 ökumanna gætu lækkað fyrir næsta keppnistímabil. Ferrari er með launahæsta ökumanninn, Finnan Kimi Raikkönen. Talið er að hann sé með um 40 miljónir dala í árslaun hjá Ferrari. Laun Raikkönen er liðlega 10% af rekstrarkostnaði Ferrari og talið er að Felipe Massa sé með um 10 miljónir dala á ári. Fyrir utan bónus greiðslur. "Ég held að á næstu mánuðum verði einskonar bylting í launamálum ökumanna. Það er öll lið að leita leiða til að minnka rekstrarkostnað til að þola efnahagskreppuna. Ég hef trú á að öll lið muni ræða við ökumenn sína", sagði Domenicali í samtali vð tímaritið Autosprint. Aðspurður um hvort hann hygðist breyta samningi við Raikkönen sem var endurnýjaður á þessu ári sagði Domenicali. "Það er hægt að breyta öllu ef vilji er fyrir hendi. Við vitum hvað samningurinn hljóðar upp á og ég er viss um að öll lið muni ræða við ökumenn sína fyrir næsta keppnistímabil" sagði Domenicali. Í sumum tilfellum eru ökumenn að koma með auglýsendur með sér til liða, þannig að lækkun á launum hjá þeim er ólíkleg. Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari telur að laun allra Formúlu 1 ökumanna gætu lækkað fyrir næsta keppnistímabil. Ferrari er með launahæsta ökumanninn, Finnan Kimi Raikkönen. Talið er að hann sé með um 40 miljónir dala í árslaun hjá Ferrari. Laun Raikkönen er liðlega 10% af rekstrarkostnaði Ferrari og talið er að Felipe Massa sé með um 10 miljónir dala á ári. Fyrir utan bónus greiðslur. "Ég held að á næstu mánuðum verði einskonar bylting í launamálum ökumanna. Það er öll lið að leita leiða til að minnka rekstrarkostnað til að þola efnahagskreppuna. Ég hef trú á að öll lið muni ræða við ökumenn sína", sagði Domenicali í samtali vð tímaritið Autosprint. Aðspurður um hvort hann hygðist breyta samningi við Raikkönen sem var endurnýjaður á þessu ári sagði Domenicali. "Það er hægt að breyta öllu ef vilji er fyrir hendi. Við vitum hvað samningurinn hljóðar upp á og ég er viss um að öll lið muni ræða við ökumenn sína fyrir næsta keppnistímabil" sagði Domenicali. Í sumum tilfellum eru ökumenn að koma með auglýsendur með sér til liða, þannig að lækkun á launum hjá þeim er ólíkleg.
Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira