Hamilton sigraði á Spa 7. september 2008 13:40 NordicPhotos/GettyImages Lewis Hamilton hafði sigur í Belgíukappakstrinum á Spá brautinn í dag eftir spennandi einvígi við Kimi Raikkönen á lokasprettinum. Rigning setti svip sinn á einvígið, sem endaði með því að Finninn ók út af brautinni og féll úr keppni þegar tveir hringir voru eftir. Áhorfendur á Spa stóðu á öndinni þegar keppendur óku síðustu hringina, en þá var brautin orðin flughál og bílarnir skautuðu til og frá þar sem ekki þótti ráðlegt að skipta á regndekk svo seint í keppninni. Raikkönen hafði verið í forystunni eftir frábæran akstur, en missti Hamilton fram úr sér þegar skammt var eftir af keppninni. Kappið var full mikið í Hamilton og sneri hann bílnum í bleytunni og missti Ferrari-manninn aftur fram úr sér. Raikkönen virtist ekki standast pressuna og ók út af og færði Hamilton sigurinn. Felipe Massa á Ferrari tók þriðja sæti og er nú átta stigum á eftir Hamilton í keppni ökumanna og Nick Heidfeld hjá BMW tók frábæran endasprett og vippaði sér úr áttunda sæti og í það þriðja eftir að hann skipti á regndekk. Það sama gerði Fernando Alonso hjá Renault og það skilaði honum í fjórða sætið, sem hann hélt reyndar lengst af í keppninni. Fremstu menn á Spa: 1. Hamilton (McLaren) 2. Massa (Ferrari) 3. Heidfeld (BMW Sauber) 4. Alonso (Renault) 5. Vettel (Toro Rosso) 6. Kubica (BWM Sauber) 7. Bourdais (Toro Rosso) 8. Glock (Toyota) Formúla Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton hafði sigur í Belgíukappakstrinum á Spá brautinn í dag eftir spennandi einvígi við Kimi Raikkönen á lokasprettinum. Rigning setti svip sinn á einvígið, sem endaði með því að Finninn ók út af brautinni og féll úr keppni þegar tveir hringir voru eftir. Áhorfendur á Spa stóðu á öndinni þegar keppendur óku síðustu hringina, en þá var brautin orðin flughál og bílarnir skautuðu til og frá þar sem ekki þótti ráðlegt að skipta á regndekk svo seint í keppninni. Raikkönen hafði verið í forystunni eftir frábæran akstur, en missti Hamilton fram úr sér þegar skammt var eftir af keppninni. Kappið var full mikið í Hamilton og sneri hann bílnum í bleytunni og missti Ferrari-manninn aftur fram úr sér. Raikkönen virtist ekki standast pressuna og ók út af og færði Hamilton sigurinn. Felipe Massa á Ferrari tók þriðja sæti og er nú átta stigum á eftir Hamilton í keppni ökumanna og Nick Heidfeld hjá BMW tók frábæran endasprett og vippaði sér úr áttunda sæti og í það þriðja eftir að hann skipti á regndekk. Það sama gerði Fernando Alonso hjá Renault og það skilaði honum í fjórða sætið, sem hann hélt reyndar lengst af í keppninni. Fremstu menn á Spa: 1. Hamilton (McLaren) 2. Massa (Ferrari) 3. Heidfeld (BMW Sauber) 4. Alonso (Renault) 5. Vettel (Toro Rosso) 6. Kubica (BWM Sauber) 7. Bourdais (Toro Rosso) 8. Glock (Toyota)
Formúla Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti