Innlent

Pistorius standi jafnfætis öðrum keppendum

Guðjón Helgason skrifar

Forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar segir spretthlauparann Oscar Pistorius standa janffætisr ófötluðu keppendum á Ólympíuleikunum. Pistorius gengur með tvo gervifætur frá fyrirtækinu. Alþjóðlegur áfrýjunardómstóll í íþróttamálum úrskurðaði í dag að hann mætti keppa á Ólympíuleikunum nái hann ólympíulágmarkinu.

Suður-Afríski hlauparinn Oscar Pistorius er 21 árs og hefur misst báða fætur. Hann var aflimaður 11 mánaða. Nú hleypur hann á gervifótum frá Össuri. Hann fékk gull og brons á Ólympíuleikum fatlaðra árið 2004.

Í desember úrskurðaði Alþjóða frjálsíþróttasambandið að honum yrði bannað að keppa á Ólympíuleikunum í Pekin og einnig á mótum fyrir ófatlaða á vegum sambandsins. Gervifæturnir gæfu honum forskot á ófatlaða keppendur. Áfrýjunardómstóll mat það svo að ekki hefðu verið færðar sönnur á það. Því mætti hann keppa næði hann lágmarki til þátttöku á Ólympíuleikunum.

Pistorius sagðist nú hafa tækifæri til að elta draum sinn um að keppa á Ólympíuleikunum, ef ekki í ár þá árið 2012.

Hjá Össuri eru menn kampakátir. Jón Sigurðsson, forstjóri, segir Pistorius ekki njóta forskots vegna gervifótanna.

„Við höfum talið að hann standi jafnfætis öðrum keppendum ef tekið er tillit til þess sem hann hefur misst," sagði Jón.

Pistorius hafi ekki sama vöðvaafl og aðrir. Össur telji að rannsókni rsýni að fæturnir sé góðir og bæti að nokkru upp það sem hann hafi misst. Því sé það mat fyrirtækisins að hann standi jafnfætis öðrum og alls ekki betur að vígi sé tekið tillit til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×