Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 0,94 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hreyfing dagsins. Þrenn viðskipti hafa verið á hlutabréfamarkaði í dag, ein í Marel og rest í Bakkavör og Eimskip upp á 1,1 milljón króna.
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,22 prósent og stendur hún í 655 stigum.