Fótbolti

Roma og Lazio þurfa nýjan heimavöll

Stadio Olimpico í Róm
Stadio Olimpico í Róm

Gianni Alemanno, borgarstjóri í Róm, segir að knattspyrnuliðin Roma og Lazio þurfi brátt að yfirgefa Ólympíuleikvanginn í borginni og reisa sína eigin leikvanga.

Lazio er reyndar þegar byrjað að vinna í að reisa heimavöll og Roma er þegar farið að huga að flutningi. Borgarstjórinn vill að Olimpico sé aðeins fyrir landsliðið líkt og Wembley á Englandi.

"Það getur ekki staðist að Olimpico sé eini völlurinn í Róm. Völlurinn á að vera eingöngu fyrir landsliðið og það er ekki nema eðlilegt að Lazio og Roma reisi sína eigin velli í stað þess að spila á sama stað," sagði borgarstjórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×