Ritar sögu íslenskrar tónlistar 6. september 2008 05:00 Jón gefur fyrir jólin út bókina Tónlistarsaga Íslands hjá Forlaginu, sem þykir mikið stórvirki. fréttablaðið/hörður Tónlistarmaðurinn Jón Þórarinsson gefur fyrir jólin út bókina Tónlistarsaga Íslands hjá Forlaginu. Bókin, sem þykir ákaflega vegleg, fjallar um tónlistarsöguna frá landnámsöld og fram undir miðja nítjándu öld. „Þetta er það tímabil sem menn héldu að engin saga væri til um tónlist á Íslandi,“ segir Jón, sem verður 91 árs 13. september næstkomandi. Upphaflega ætlaði Jón að skrifa tónlistarsöguna til dagsins í dag og hafði þess vegna lagst í mikla rannsóknarvinnu á Þjóðskjalasafninu. Fyrir þremur árum kom aftur á móti babb í bátinn þegar hann missti sjónina, sem varð til þess að hann náði aðeins að ljúka við fyrsta hlutann. „Þetta gerðist mjög fyrirvaralítið. Ég var allt í einu orðinn algjörlega ólæs og búinn að missa það besta af sjóninni. Eftir það kom svolítil eyða þegar ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. En þetta var það langt á veg komið að það var fenginn maður til að sjá um útgáfuna. Handritið lá fyrir að mestu en einstaka tengikafla skrifaði þessi maður í náinni samvinnu við mig,“ segir Jón og á þar við Njál Sigurðsson. Jón stundaði á sínum yngri árum nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og tók síðan meistarapróf í tónvísindum við Yale-háskóla í Bandaríkjunum um miðja síðustu öld. Hann hefur samið kammer- og söngverk, þar á meðal Fuglinn í fjörunni og Íslenskt vögguljóð á hörpu. Jón var tónlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu, auk þess sem hann skrifaði ævisögu tónskáldsins Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, höfundar íslenska þjóðsöngsins. Jón hefur því ævilanga reynslu af tónlist að baki sem á væntanlega eftir að skila sér í afar áhugaverðri bók. - fb Mest lesið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jón Þórarinsson gefur fyrir jólin út bókina Tónlistarsaga Íslands hjá Forlaginu. Bókin, sem þykir ákaflega vegleg, fjallar um tónlistarsöguna frá landnámsöld og fram undir miðja nítjándu öld. „Þetta er það tímabil sem menn héldu að engin saga væri til um tónlist á Íslandi,“ segir Jón, sem verður 91 árs 13. september næstkomandi. Upphaflega ætlaði Jón að skrifa tónlistarsöguna til dagsins í dag og hafði þess vegna lagst í mikla rannsóknarvinnu á Þjóðskjalasafninu. Fyrir þremur árum kom aftur á móti babb í bátinn þegar hann missti sjónina, sem varð til þess að hann náði aðeins að ljúka við fyrsta hlutann. „Þetta gerðist mjög fyrirvaralítið. Ég var allt í einu orðinn algjörlega ólæs og búinn að missa það besta af sjóninni. Eftir það kom svolítil eyða þegar ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. En þetta var það langt á veg komið að það var fenginn maður til að sjá um útgáfuna. Handritið lá fyrir að mestu en einstaka tengikafla skrifaði þessi maður í náinni samvinnu við mig,“ segir Jón og á þar við Njál Sigurðsson. Jón stundaði á sínum yngri árum nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og tók síðan meistarapróf í tónvísindum við Yale-háskóla í Bandaríkjunum um miðja síðustu öld. Hann hefur samið kammer- og söngverk, þar á meðal Fuglinn í fjörunni og Íslenskt vögguljóð á hörpu. Jón var tónlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu, auk þess sem hann skrifaði ævisögu tónskáldsins Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, höfundar íslenska þjóðsöngsins. Jón hefur því ævilanga reynslu af tónlist að baki sem á væntanlega eftir að skila sér í afar áhugaverðri bók. - fb
Mest lesið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira