Ritar sögu íslenskrar tónlistar 6. september 2008 05:00 Jón gefur fyrir jólin út bókina Tónlistarsaga Íslands hjá Forlaginu, sem þykir mikið stórvirki. fréttablaðið/hörður Tónlistarmaðurinn Jón Þórarinsson gefur fyrir jólin út bókina Tónlistarsaga Íslands hjá Forlaginu. Bókin, sem þykir ákaflega vegleg, fjallar um tónlistarsöguna frá landnámsöld og fram undir miðja nítjándu öld. „Þetta er það tímabil sem menn héldu að engin saga væri til um tónlist á Íslandi,“ segir Jón, sem verður 91 árs 13. september næstkomandi. Upphaflega ætlaði Jón að skrifa tónlistarsöguna til dagsins í dag og hafði þess vegna lagst í mikla rannsóknarvinnu á Þjóðskjalasafninu. Fyrir þremur árum kom aftur á móti babb í bátinn þegar hann missti sjónina, sem varð til þess að hann náði aðeins að ljúka við fyrsta hlutann. „Þetta gerðist mjög fyrirvaralítið. Ég var allt í einu orðinn algjörlega ólæs og búinn að missa það besta af sjóninni. Eftir það kom svolítil eyða þegar ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. En þetta var það langt á veg komið að það var fenginn maður til að sjá um útgáfuna. Handritið lá fyrir að mestu en einstaka tengikafla skrifaði þessi maður í náinni samvinnu við mig,“ segir Jón og á þar við Njál Sigurðsson. Jón stundaði á sínum yngri árum nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og tók síðan meistarapróf í tónvísindum við Yale-háskóla í Bandaríkjunum um miðja síðustu öld. Hann hefur samið kammer- og söngverk, þar á meðal Fuglinn í fjörunni og Íslenskt vögguljóð á hörpu. Jón var tónlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu, auk þess sem hann skrifaði ævisögu tónskáldsins Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, höfundar íslenska þjóðsöngsins. Jón hefur því ævilanga reynslu af tónlist að baki sem á væntanlega eftir að skila sér í afar áhugaverðri bók. - fb Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jón Þórarinsson gefur fyrir jólin út bókina Tónlistarsaga Íslands hjá Forlaginu. Bókin, sem þykir ákaflega vegleg, fjallar um tónlistarsöguna frá landnámsöld og fram undir miðja nítjándu öld. „Þetta er það tímabil sem menn héldu að engin saga væri til um tónlist á Íslandi,“ segir Jón, sem verður 91 árs 13. september næstkomandi. Upphaflega ætlaði Jón að skrifa tónlistarsöguna til dagsins í dag og hafði þess vegna lagst í mikla rannsóknarvinnu á Þjóðskjalasafninu. Fyrir þremur árum kom aftur á móti babb í bátinn þegar hann missti sjónina, sem varð til þess að hann náði aðeins að ljúka við fyrsta hlutann. „Þetta gerðist mjög fyrirvaralítið. Ég var allt í einu orðinn algjörlega ólæs og búinn að missa það besta af sjóninni. Eftir það kom svolítil eyða þegar ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. En þetta var það langt á veg komið að það var fenginn maður til að sjá um útgáfuna. Handritið lá fyrir að mestu en einstaka tengikafla skrifaði þessi maður í náinni samvinnu við mig,“ segir Jón og á þar við Njál Sigurðsson. Jón stundaði á sínum yngri árum nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og tók síðan meistarapróf í tónvísindum við Yale-háskóla í Bandaríkjunum um miðja síðustu öld. Hann hefur samið kammer- og söngverk, þar á meðal Fuglinn í fjörunni og Íslenskt vögguljóð á hörpu. Jón var tónlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu, auk þess sem hann skrifaði ævisögu tónskáldsins Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, höfundar íslenska þjóðsöngsins. Jón hefur því ævilanga reynslu af tónlist að baki sem á væntanlega eftir að skila sér í afar áhugaverðri bók. - fb
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira