Meistaramót ökumanna á Stöð 2 Sport 13. nóvember 2008 16:17 Í meistaramótinu er keppt á Wembley á malbikaðri áttulaga braut. Mynd: Getty Images Fjöldi Formúlu 1 ökumanna verður í meistarakeppni kappakstursökumanna á Wembley þann 14. desember. Samningar hafa náðst um að sýna mótið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mótið hefur farið fram í mörg ár á mismunandi stöðum og í ár verður fjöldi Formúlu 1 ökumanna meðal keppenda. Þá mun Michael Schumacher mæta í slaginn og verið er að vinna í að Lewis Hamilton verði í liði Bretlands, en David Coulthard og Jenson Button hafa þegar tilkynnt þátttöku. Hinn bráðefnilegi Sebastian Vettel verður í liði Þýskalands ásamt Schumacher, en meistarakeppni ökumanna er liðakeppi á milli landa. Rallmeistarinn fimmfaldi, Sebastian Loeb verður í liði Fraikklands. "Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á meistarakeppninni og mótið er gott framhald á Formúlu 1 tímabilinu. Við erum mjög ánægðir með 28% áhorf á lokamótið á dögunum og það sýnir á sá metnaður sem við höfum lagt í dagskrárgerðina hefur skilað sér", sagði Hilmar Björnsson sjónvarpsstjóri Stöð 2 Sport.Meistarakeppni ökumanna fer fram á Wembley á malbikaðri áttulaga braut og verður fjöldi farartækja notaður í mótinu, allt frá buggy-bílum upp í sérsmíðaða kappaksturs- og rallbíla.Sýnt verður frá öllum viðburðum í beinni útsendingu og síðan verður samantektarþáttur sýndur í vikunni eftir mótið. Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Tiger Woods sleit hásin Golf Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fjöldi Formúlu 1 ökumanna verður í meistarakeppni kappakstursökumanna á Wembley þann 14. desember. Samningar hafa náðst um að sýna mótið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mótið hefur farið fram í mörg ár á mismunandi stöðum og í ár verður fjöldi Formúlu 1 ökumanna meðal keppenda. Þá mun Michael Schumacher mæta í slaginn og verið er að vinna í að Lewis Hamilton verði í liði Bretlands, en David Coulthard og Jenson Button hafa þegar tilkynnt þátttöku. Hinn bráðefnilegi Sebastian Vettel verður í liði Þýskalands ásamt Schumacher, en meistarakeppni ökumanna er liðakeppi á milli landa. Rallmeistarinn fimmfaldi, Sebastian Loeb verður í liði Fraikklands. "Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á meistarakeppninni og mótið er gott framhald á Formúlu 1 tímabilinu. Við erum mjög ánægðir með 28% áhorf á lokamótið á dögunum og það sýnir á sá metnaður sem við höfum lagt í dagskrárgerðina hefur skilað sér", sagði Hilmar Björnsson sjónvarpsstjóri Stöð 2 Sport.Meistarakeppni ökumanna fer fram á Wembley á malbikaðri áttulaga braut og verður fjöldi farartækja notaður í mótinu, allt frá buggy-bílum upp í sérsmíðaða kappaksturs- og rallbíla.Sýnt verður frá öllum viðburðum í beinni útsendingu og síðan verður samantektarþáttur sýndur í vikunni eftir mótið.
Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Tiger Woods sleit hásin Golf Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira