Gengi hlutabréfa í Teymi rauk upp um tæp 40 prósent í Kauphöllinni í dag. Einungis tvenn viðskipti liggja á bak við viðskiptin upp á samtals rétt rúmar fimmtíu þúsund krónur. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum stökk upp um 4,85 prósent og í Spron um fjögur prósent á sama tíma. Þá hækkaði gengi bréfa Færeyjabanka um 0,32 prósent og Icelandair um 0,25 prósent.
Á sama tíma féll gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, um 3,61 prósent auk þess sem gengi bréfa í Existu lækkaði um 1,95 prósent.
Gengi annarra fyrirtækja lækkaði minna.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,54 prósent og stendur vísitalan í 4.257 stigum.
Heildarviðskipti voru með minnsta móti, eða 129 talsins upp á 841 milljón króna.