Framtíð Formúlu 1 í hættu vegna kostnaðar 8. október 2008 13:03 Max Mosley hefur áhyggjur af framtíð Formúlu 1 og vill skikka Formúlu 1 lið til að draga úr rekstrarkostnaði. mynd: Getty Images Forseti FIA, Max Mosley telur að framtíð Formúlu 1 sé í hættu, leiti forráðamenn keppnisliða ekki leiða til að minnka rekstrarkostnað. FIA vill að keppnislið komu með hugmyndir til að minnka kostnað verulega fyrir árið 2010. "Það er alveg ljóst að miðað við núverandi efnahagsástand þá væri ekki hægt að halda Formúlu 1 gangandi til langframa. Formúlu 1 lið sem er aftarlega á merinni fær kannski 30-35 miljónir punda í tekjur ár ári, en þarf þrisvar sinnum meira til að geta keppt á ársgrundvelli. Dæmið gengur ekki upp til lengri tíma", sagði Mosley í samtali við BBC. Efnameiri liðin eru með rekstarkostnað upp á 200-300 miljónir evra og fá auglýsingatekjur og bónusa eftir því. ,,Án miljarðamæringanna sem eiga og reka Force Indina og Red Bull þá væru þessi lið ekki til. Sem stendur þá eru 20 bílar í Formúlu 1 og við höfum ekki efni á að missa út 1-2 lið. Þess vegna verðum við að bregðast við og minnka kostnað." ,,Jafnvel stóru bílaframleiðendurnir eru í vanda í dag. Ég tel að málið sé að verða grafalvarlegt fyrir íþróttina og við verðum að bregðast við fram í tímann. Ég tel að allt verði í lagi á næsta ári, en 2010 verðum við að snarminnka kostnað. Ég tel að hægt væri að minnka kostnað stóru liðanna um 100-200 miljónir evra með nýjum reglum og samstilltu átaki", sagði Mosley. Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Forseti FIA, Max Mosley telur að framtíð Formúlu 1 sé í hættu, leiti forráðamenn keppnisliða ekki leiða til að minnka rekstrarkostnað. FIA vill að keppnislið komu með hugmyndir til að minnka kostnað verulega fyrir árið 2010. "Það er alveg ljóst að miðað við núverandi efnahagsástand þá væri ekki hægt að halda Formúlu 1 gangandi til langframa. Formúlu 1 lið sem er aftarlega á merinni fær kannski 30-35 miljónir punda í tekjur ár ári, en þarf þrisvar sinnum meira til að geta keppt á ársgrundvelli. Dæmið gengur ekki upp til lengri tíma", sagði Mosley í samtali við BBC. Efnameiri liðin eru með rekstarkostnað upp á 200-300 miljónir evra og fá auglýsingatekjur og bónusa eftir því. ,,Án miljarðamæringanna sem eiga og reka Force Indina og Red Bull þá væru þessi lið ekki til. Sem stendur þá eru 20 bílar í Formúlu 1 og við höfum ekki efni á að missa út 1-2 lið. Þess vegna verðum við að bregðast við og minnka kostnað." ,,Jafnvel stóru bílaframleiðendurnir eru í vanda í dag. Ég tel að málið sé að verða grafalvarlegt fyrir íþróttina og við verðum að bregðast við fram í tímann. Ég tel að allt verði í lagi á næsta ári, en 2010 verðum við að snarminnka kostnað. Ég tel að hægt væri að minnka kostnað stóru liðanna um 100-200 miljónir evra með nýjum reglum og samstilltu átaki", sagði Mosley.
Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira