Viðskipti erlent

Ruslpóstur á 30 ára afmæli í dag

Hryllingur hvers tölvunetfangs, ruslpósturinn, á 30 ára afmæli í dag. Fyrsti ruslpóstur sem vitað er um í sögunni var sendur þann 3. maí 1978 til 400 manns frá DEC, tölvuframleiðenda sem löngu hefur hætt starfsemi.

Pósturinn var sendur á Arpanetinu sem var undanfari Internetsins og fékk DEC bágt í hattinn fyrir því móttakendur póstsins voru ekki hrifnir af honum fremur en flestir sem fá ruslpóst sendan í dag. Pósturinn auglýsti gæði System-20 örtölva sem DEC var að hefja framleiðslu á.

Nú 30 árum síðar er ruslpóstur orðinn að neðanjarðariðnaði og milljarðar af honum eru sendir á hverjum degi. Sérfræðingar áætla að ruslpóstur sé um 80-85% af öllum tölvupósti sem sendur er um netið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×