Fótbolti

Ravanelli kominn með þjálfararéttindi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ravanelli er að fara að snúa sér að þjálfun.
Ravanelli er að fara að snúa sér að þjálfun.

Fjölmargir þekktir ítalskir leikmenn sem hafa lagt skóna á hilluna öðluðust þjálfararéttindi í dag. Þar á meðal er Fabrizio Ravanelli, fyrrum leikmaður Middlesbrough.

Ítalska knattspyrnusambandið hélt lokapróf í dag og meðal annarra mann sem stóðust prófið voru Ciro Ferrara, fyrrum varnarmaður Juventus, og Alessandro Costacurta, fyrrum leikmaður AC Milan.

Ferrara hefur starfað við unglingaþjálfun hjá Juventus en hann mun verða í nýju þjálfarateymi Marcello Lippi hjá ítalska landsliðinu. Angelo Peruzzi, fyrrum markvörður Lazio, mun verða markmannsþjálfari Ítalíu þegar hann öðlast sín réttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×