Brasilíumaðurinn Kaka skoraði sigurmark AC Milan úr umdeildri vítaspyrnu í dag þegar liðið lagði Chievo frá Verona 1-0 í ítölsku A-deildinni.
Milan er þar með komið í annað sæti deildarinnar á eftir grönnum sínum í Inter.
Napoli mistókst að komast upp að hlið AC í annað sætið þegar liðið lá 3-1 fyrir Atalanta í dag. Liðið fékk á sig tvö mörk í lokin.
Inter lagði Palermo 2-0 í gær og er á toppnum með 27 stig, AC Milan hefur 26 stig og Juventus hefur 24 stig í þriðja sætinu.
Grannarnir í Lazio og Roma mætast í kvöldleiknum á Ítalíu en þar getur Lazio komist í þriðja sætið með sigri.