Massa ánægður með stöðuna, Hamilton vígareifur 31. október 2008 20:24 Felipe Massa með töffaragleraugu og tilbúinn í titilslag um helgina. mynd: kappakstur.is Felipe Massa varð í öðru sæti á seinni æfingu keppnisliða í dag, en Lewis Hamilton níundi. Sálfræðin hefur sitt að segja í yfirlýsingum beggja kappa og Hamilton ekki á því að draga úr þó honum hafi raunverulega ekki gengið vel. Hann er ánægður með bílinn. Hamilton var í basli með bílinn á miðkafla brautarinnar og læsti bremsum hvað eftir annað. "Bíllinn var eldfljótur, þrátt fyrir kuldann. Brautin var hál og við einbeittum okkur mest að þolakstri fyrir kappaksturinn, ekki spretthörku. Ég skemmdi dekkinn í tvígang, en tel að breyting sem við gerðum á bílnum muni bæta gengi okkar á morgun", sagði Hamilton. Massa var frísklegri en Hamilton eftir æfinguna, eftir að hafa misst besta tíma til Fernando Alonso. "Þetta er frábær byrjun á helginni. Bíllinn er mjög öflugur og við erum fljótir. Í síðasta móti var Hamilton fljótastur á föstudegi og vann mótið. Kannski leggur þetta línurnar fyrir helgina", sagði Massa. "Okkur gekk vel að stilla bílnum upp fyrir brautina, en kannski McLaren geti bætt sig. Það þarf margt að ganga upp svo ég verði meistari. Ég þarf á því að halda að BMW og Renault verði öflugir og blandi sér í toppslaginn, eins og Alonso gerði í dag", sagði Massa. Þriðja æfingin á Interlagos brautinni verður á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12.55 á laugardag og tímatakan í opinni útsendingu kl. 15.45. Sjá meðaltal í tímatökum og brautarlýsingu Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Felipe Massa varð í öðru sæti á seinni æfingu keppnisliða í dag, en Lewis Hamilton níundi. Sálfræðin hefur sitt að segja í yfirlýsingum beggja kappa og Hamilton ekki á því að draga úr þó honum hafi raunverulega ekki gengið vel. Hann er ánægður með bílinn. Hamilton var í basli með bílinn á miðkafla brautarinnar og læsti bremsum hvað eftir annað. "Bíllinn var eldfljótur, þrátt fyrir kuldann. Brautin var hál og við einbeittum okkur mest að þolakstri fyrir kappaksturinn, ekki spretthörku. Ég skemmdi dekkinn í tvígang, en tel að breyting sem við gerðum á bílnum muni bæta gengi okkar á morgun", sagði Hamilton. Massa var frísklegri en Hamilton eftir æfinguna, eftir að hafa misst besta tíma til Fernando Alonso. "Þetta er frábær byrjun á helginni. Bíllinn er mjög öflugur og við erum fljótir. Í síðasta móti var Hamilton fljótastur á föstudegi og vann mótið. Kannski leggur þetta línurnar fyrir helgina", sagði Massa. "Okkur gekk vel að stilla bílnum upp fyrir brautina, en kannski McLaren geti bætt sig. Það þarf margt að ganga upp svo ég verði meistari. Ég þarf á því að halda að BMW og Renault verði öflugir og blandi sér í toppslaginn, eins og Alonso gerði í dag", sagði Massa. Þriðja æfingin á Interlagos brautinni verður á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12.55 á laugardag og tímatakan í opinni útsendingu kl. 15.45. Sjá meðaltal í tímatökum og brautarlýsingu
Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira