Timo Glock: Frábært að vera fljótastur 10. október 2008 17:27 Timo Glock ræddi við blaðamenn eftir góðan árangur á Fuji brautinni í dag. Mynd: Getty Images Timo Glock frá Þýskalandi sem náði besta tíma á æfingum Formúlu 1 keppnisliða í Japan í dag er ekki vel þekktur hérlendis, en hann varð heimsmeistari í fyrra í annarri mótaröð. "Þetta var góður dagur og í fyrsta skpti sem ég keyri brautina og ég þurfti að læra inn á brautina í morgun", sagði Timo Glock eftir æfinguna í morgun. Fuji er í eigu Toyota og árangur Glock kætti því heimamenn með akstri sínum í dag. Glock varð heimsmeistari í GP 2 mótaröðinni 2007 sem er næsta mótaröð fyrir neðan Formúlu 1. Það er sama mótaröð og Lewis Hamilton vann 2006, áður en hann gekk til liðs við McLaren Mercedes. Glock er með samning við Toyota a næsta ári og náði fjórða sæti í Singapúr á dögunum. Hann stóðst ásókn Kimi Raikkönen, sem keyrði á endanum á vegg. "Það er mjög vandasamt að stilla bílnum upp fyrir brautina og finna réttan samræmi á milli langa beina kaflans og beygjanna. Við náðum að stilla strengina fyrir aðra æfingu dagsins. Það var frábært að ná besta tíma dagsins, en það væri skemmtilegast að halda þessari stöðu alla helgina. Vonandi mun það styrkja okkur að vera á heimavelli Toyota. Toyota hefur veirð í Formúlu 1 í sjö ár, en hefur ekki náð þeim árangri sem liðið setti sér. Toyota er í fimmta sæti í stigakeppni bílasmiða og ökumenn liðsins eiga ekki möguleika í stigakeppni ökumanna. En liðið stefnir á góðan árangur á Fuji brautinni. Tímatakan í nótt verður geysilega mikilvæg, þar sem örfá sekúndubrot skildu ökumenn að á æfingum í dag. Tímatkan á Fuji brautinni verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Timo Glock frá Þýskalandi sem náði besta tíma á æfingum Formúlu 1 keppnisliða í Japan í dag er ekki vel þekktur hérlendis, en hann varð heimsmeistari í fyrra í annarri mótaröð. "Þetta var góður dagur og í fyrsta skpti sem ég keyri brautina og ég þurfti að læra inn á brautina í morgun", sagði Timo Glock eftir æfinguna í morgun. Fuji er í eigu Toyota og árangur Glock kætti því heimamenn með akstri sínum í dag. Glock varð heimsmeistari í GP 2 mótaröðinni 2007 sem er næsta mótaröð fyrir neðan Formúlu 1. Það er sama mótaröð og Lewis Hamilton vann 2006, áður en hann gekk til liðs við McLaren Mercedes. Glock er með samning við Toyota a næsta ári og náði fjórða sæti í Singapúr á dögunum. Hann stóðst ásókn Kimi Raikkönen, sem keyrði á endanum á vegg. "Það er mjög vandasamt að stilla bílnum upp fyrir brautina og finna réttan samræmi á milli langa beina kaflans og beygjanna. Við náðum að stilla strengina fyrir aðra æfingu dagsins. Það var frábært að ná besta tíma dagsins, en það væri skemmtilegast að halda þessari stöðu alla helgina. Vonandi mun það styrkja okkur að vera á heimavelli Toyota. Toyota hefur veirð í Formúlu 1 í sjö ár, en hefur ekki náð þeim árangri sem liðið setti sér. Toyota er í fimmta sæti í stigakeppni bílasmiða og ökumenn liðsins eiga ekki möguleika í stigakeppni ökumanna. En liðið stefnir á góðan árangur á Fuji brautinni. Tímatakan í nótt verður geysilega mikilvæg, þar sem örfá sekúndubrot skildu ökumenn að á æfingum í dag. Tímatkan á Fuji brautinni verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti