Fjölskylduböndin sterk hjá Massa og Hamilton 31. október 2008 04:14 Lewis Hamilton og Felipe Massa berjast um titilinn um helgina, en David Couthard keppir í síðasta Formúlu 1 mótinu á sunnudaginn. Mynd: Getty Images Kapparnir tveir sem keppa til úrslita um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 eiga það sameiginlegt að fjölskyldur þeirra hafa staðið að baki þeim gegnum súrt og sætt. Bæði Lewis Hamilton og Felipe Massa hafa keppt i akstursíþróttum frá unga aldri og enn þann daginn í dag ferðast fjölskyldur þeirra með þeim víða um allan heim, þegar þeir keppa í kappakstri. Massa mun njóta þess að vera á heimavelli á Interlagos brautinni í Brasilíu þar sem þeir keppa til úrslita um meistaratitilinn. Hamilton er í sterkari stöðu þar sem hann hefur sjö stiga forskot. "Fjölskylda hefur alltaf verið mér mikilvæg og hefur fylgt mér frá því ég var að keppa í kart kappakstri sem polli. Ég tel að það sé ákaflega mikilvægt að einkalífið sé traust og fjölskylduböndins sterk, svo árangur náist í vinnunni. Sama hvað fólk fæst við. Ég fer þó ekkert sérlega vel að ráðum móður minnar sem er alltaf að reyna að hægja á mér", sagði Massa. Besti vinur hans er Robert Smedley sem er jafnframt aðal tæknimaður hans í mótum hjá Ferrari. Faðir Hamilton er jafnframt umboðsmaður hans. Anthony mætir á öll mót og gætir þess að sonurinn líði engan skort, innan eða utan brautar. "Það er augljóst að ég er alltaf með fjölskylduna með mér og finn fyrir stuðning þeirra. Þau hafa lagt mikið á sig svo ég gæti staðið í þeim sporum sem ég er í. Án þeirra hefði ég ekki náð svona langt", sagði Hamilton. Báðir eru hrifnir af Intgerlagos brautinni, en Massa var nánast alinn upp á brautinni á sínum yngri árum og sendist með mat á mótsstað áður en hann komst til vegs og virðingar innan Formúlu 1. Fyrstu æfingar keppnisliða eru í dag og verða æfingarnar tvær í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.55 og 15.55. Þrumuveðri er spáð fyrir kappaksturinn á sunnudag og blikur verða á lofti hvað veður varðar alla helgina. Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Kapparnir tveir sem keppa til úrslita um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 eiga það sameiginlegt að fjölskyldur þeirra hafa staðið að baki þeim gegnum súrt og sætt. Bæði Lewis Hamilton og Felipe Massa hafa keppt i akstursíþróttum frá unga aldri og enn þann daginn í dag ferðast fjölskyldur þeirra með þeim víða um allan heim, þegar þeir keppa í kappakstri. Massa mun njóta þess að vera á heimavelli á Interlagos brautinni í Brasilíu þar sem þeir keppa til úrslita um meistaratitilinn. Hamilton er í sterkari stöðu þar sem hann hefur sjö stiga forskot. "Fjölskylda hefur alltaf verið mér mikilvæg og hefur fylgt mér frá því ég var að keppa í kart kappakstri sem polli. Ég tel að það sé ákaflega mikilvægt að einkalífið sé traust og fjölskylduböndins sterk, svo árangur náist í vinnunni. Sama hvað fólk fæst við. Ég fer þó ekkert sérlega vel að ráðum móður minnar sem er alltaf að reyna að hægja á mér", sagði Massa. Besti vinur hans er Robert Smedley sem er jafnframt aðal tæknimaður hans í mótum hjá Ferrari. Faðir Hamilton er jafnframt umboðsmaður hans. Anthony mætir á öll mót og gætir þess að sonurinn líði engan skort, innan eða utan brautar. "Það er augljóst að ég er alltaf með fjölskylduna með mér og finn fyrir stuðning þeirra. Þau hafa lagt mikið á sig svo ég gæti staðið í þeim sporum sem ég er í. Án þeirra hefði ég ekki náð svona langt", sagði Hamilton. Báðir eru hrifnir af Intgerlagos brautinni, en Massa var nánast alinn upp á brautinni á sínum yngri árum og sendist með mat á mótsstað áður en hann komst til vegs og virðingar innan Formúlu 1. Fyrstu æfingar keppnisliða eru í dag og verða æfingarnar tvær í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.55 og 15.55. Þrumuveðri er spáð fyrir kappaksturinn á sunnudag og blikur verða á lofti hvað veður varðar alla helgina.
Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira