Tinna: Einn besti dagurinn á ferlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2008 16:06 Tinna Helgadóttir. Mynd/Vilhelm Tinna Helgadóttir var hæstánægð með árangur dagsins á Evrópumótinu í badminton enda vann hún allar þrjár viðureignir sínar í dag. Tinna keppti í tveimur viðureignum í tvenndarleik með Helga Jóhannessyni í dag og unnust þær báðar. Tinna og Helgi eru því komin áfram í 16-liða úrslit. Tinna vann sömuleiðis góðan sigur á sterkum andstæðingi í fyrstu umferð einliðaleiks kvenna. „Þetta er það sem maður hefur stefnt að og búið að vera alveg rosalega gaman. Ég held að þetta sé einhver besti dagurinn á mínum ferli, allavega í einstaklingskeppninni," sagði Tinna í samtali við Vísi í dag. Hún segir að fyrir leikinn gegn pólska parinu í annarri umferð tvenndarkeppninnar hafi hún og Helgi ekki búist endilega við sigri. „En svo náðum við að spila alveg ótrúlega vel. Við unnum fyrstu lotuna í bráðabana og náðum okkur svo mjög vel á strik í annarri lotunni. Þau fóru eiginlega bara í fýlu og við tókum þau hreinlega í nefið." Andstæðingur Tinnu í einliðaleiknum er í 80. sæti á styrkleikalista Alþjóða badmintonsambandsins. „Ég er nú varla inn á þessum heimslista og var ég ótrúlega ánægð með þennan sigur." Á morgun bíða henni erfiðir andstæðingar, bæði í einliðaleiknum sem og tvenndarkeppninni. „Á morgun spila ég gegn stelpu í einliðaleiknum sem hefur orðið Evrópumeistari og unnið mörg mót. Þetta snýst því meira um hversu mörg stig ég fæ gegn henni," sagði hún í léttum dúr. „Það er svo mjög sterkt breskt par sem bíður okkar í tvenndarkeppninni og verður svipað upp á teningnum þar. Við ætlum bara í leikinn til að gera okkar besta." „Það er viðbúið að mæta svo sterkum andstæðingum þegar maður er kominn þetta langt í mótinu og ekkert nema gott um það að segja." Fyrr í vikunni var keppt í liðakeppni á Evrópumótinu og þar náði íslenska landsliðið að halda sæti sínu í A-deild mótsins eftir frækinn sigur á Finnum í hreinum úrslitaleik um hvort liðið héldi sæti sínu í keppni þeirra bestu. „Það var alveg frábær sigur enda höfum við ekki unnið Finna í 20 ár. Það er því ekki hægt að segja annað en að þessi ferð hefur verið toppurinn á tilverunni hjá okkur." Erlendar Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Fleiri fréttir Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Tinna Helgadóttir var hæstánægð með árangur dagsins á Evrópumótinu í badminton enda vann hún allar þrjár viðureignir sínar í dag. Tinna keppti í tveimur viðureignum í tvenndarleik með Helga Jóhannessyni í dag og unnust þær báðar. Tinna og Helgi eru því komin áfram í 16-liða úrslit. Tinna vann sömuleiðis góðan sigur á sterkum andstæðingi í fyrstu umferð einliðaleiks kvenna. „Þetta er það sem maður hefur stefnt að og búið að vera alveg rosalega gaman. Ég held að þetta sé einhver besti dagurinn á mínum ferli, allavega í einstaklingskeppninni," sagði Tinna í samtali við Vísi í dag. Hún segir að fyrir leikinn gegn pólska parinu í annarri umferð tvenndarkeppninnar hafi hún og Helgi ekki búist endilega við sigri. „En svo náðum við að spila alveg ótrúlega vel. Við unnum fyrstu lotuna í bráðabana og náðum okkur svo mjög vel á strik í annarri lotunni. Þau fóru eiginlega bara í fýlu og við tókum þau hreinlega í nefið." Andstæðingur Tinnu í einliðaleiknum er í 80. sæti á styrkleikalista Alþjóða badmintonsambandsins. „Ég er nú varla inn á þessum heimslista og var ég ótrúlega ánægð með þennan sigur." Á morgun bíða henni erfiðir andstæðingar, bæði í einliðaleiknum sem og tvenndarkeppninni. „Á morgun spila ég gegn stelpu í einliðaleiknum sem hefur orðið Evrópumeistari og unnið mörg mót. Þetta snýst því meira um hversu mörg stig ég fæ gegn henni," sagði hún í léttum dúr. „Það er svo mjög sterkt breskt par sem bíður okkar í tvenndarkeppninni og verður svipað upp á teningnum þar. Við ætlum bara í leikinn til að gera okkar besta." „Það er viðbúið að mæta svo sterkum andstæðingum þegar maður er kominn þetta langt í mótinu og ekkert nema gott um það að segja." Fyrr í vikunni var keppt í liðakeppni á Evrópumótinu og þar náði íslenska landsliðið að halda sæti sínu í A-deild mótsins eftir frækinn sigur á Finnum í hreinum úrslitaleik um hvort liðið héldi sæti sínu í keppni þeirra bestu. „Það var alveg frábær sigur enda höfum við ekki unnið Finna í 20 ár. Það er því ekki hægt að segja annað en að þessi ferð hefur verið toppurinn á tilverunni hjá okkur."
Erlendar Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Fleiri fréttir Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira