Rauður dagur í Bandaríkjunum 19. ágúst 2008 14:28 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Bankinn hefur lækkað stýrivexti hratt síðasta árið til að blása lífi í einkaneyslu. Líklegt þykir að bankinn verði að hækka þá á ný til að draga úr verðbólgu. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hefur almennt lækkað í dag eftir birtingu talna sem sýndi að framleiðsluverð rauk upp um 1,2 prósent á milli mánaða í júlí. Það hefur ekki verið hærra í 27 ár. Þetta er sömuleiðis rúmlega tvöfalt meira en fjármálasérfræðingar höfðu spáð. Þeir höfðu reiknað með allt að 0,5 prósenta aukningu á milli mánaða. Kjarnahækkun nemur 0,7 prósentum og hefur ekki vaxið jafn mikið síðan í nóvember fyrir tæpum tveimur árum. Spáð hafði verið 0,2 prósenta hækkun. Á sama tíma drógust nýframkvæmdir á fasteignamarkaði saman á milli mánaða í síðasta mánuði og hafa ekki heyrst færri hamarshögg í sautján ár vestanhafs. Associated Press-fréttastofan segir vísbendingar um hækkun framleiðslukostnaðar, sem skýrist af hækkun raforkuverðs, binda hendur bandaríska seðlabankans. Bankinn hafi stefnt að því að halda stýrivöxtum lágum til að blása lífi í dræma einkaneyslu. Láti verðbólgudraugurinn hins vegar á sér kræla vegna hækkandi verðlags sé hætt við að bankinn verði nauðugur einn kosturinn að fara gegn vilja sínum og hækka stýrivextina. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 1,03 prósent það sem af er dags og Nasdaq-vísitalan um 0,95 prósent. Vísitölurnar lækkuðu talsvert í gær vegna slæmra frétta um hugsanlega slæma stöðu bandarískra fjármálafyrirtækja. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hefur almennt lækkað í dag eftir birtingu talna sem sýndi að framleiðsluverð rauk upp um 1,2 prósent á milli mánaða í júlí. Það hefur ekki verið hærra í 27 ár. Þetta er sömuleiðis rúmlega tvöfalt meira en fjármálasérfræðingar höfðu spáð. Þeir höfðu reiknað með allt að 0,5 prósenta aukningu á milli mánaða. Kjarnahækkun nemur 0,7 prósentum og hefur ekki vaxið jafn mikið síðan í nóvember fyrir tæpum tveimur árum. Spáð hafði verið 0,2 prósenta hækkun. Á sama tíma drógust nýframkvæmdir á fasteignamarkaði saman á milli mánaða í síðasta mánuði og hafa ekki heyrst færri hamarshögg í sautján ár vestanhafs. Associated Press-fréttastofan segir vísbendingar um hækkun framleiðslukostnaðar, sem skýrist af hækkun raforkuverðs, binda hendur bandaríska seðlabankans. Bankinn hafi stefnt að því að halda stýrivöxtum lágum til að blása lífi í dræma einkaneyslu. Láti verðbólgudraugurinn hins vegar á sér kræla vegna hækkandi verðlags sé hætt við að bankinn verði nauðugur einn kosturinn að fara gegn vilja sínum og hækka stýrivextina. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 1,03 prósent það sem af er dags og Nasdaq-vísitalan um 0,95 prósent. Vísitölurnar lækkuðu talsvert í gær vegna slæmra frétta um hugsanlega slæma stöðu bandarískra fjármálafyrirtækja.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira