Setur tóninn fyrir tímabilið 5. október 2008 20:11 Benedikt spáir harðri keppni í úrvalsdeildinni í vetur Mynd/Stefán Benedikt Guðmundsson þjálfari KR segir æsilegan úrslitaleik hans manna við Grindavík í Powerade bikarnum í dag hafa sýnt hvað koma skal í deildinni í vetur. "Þetta var betri leikur en ég átti von á, því liðin eru oft ekkert kominn í svona gott stand á þessum tímapunkti á mótinu. Ég var ekkert allt of sáttur við varnarleikinn hjá okkur en það eru auðvitað frábærir sóknarmenn í báðum þessum liðum. Þessi leikur var bara frábær byrjun á tímabilinu og sýnir hvað koma skal í deildinni í vetur," sagði Benedikt í samtali við Vísi. Margir hafa gengið svo langt að tala um að KR eigi titilinn vísan í Iceland Express deildinni í vetur eftir að hafa fengið landsliðsmenn eins og Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson til liðs við sig. Benedikt segir leikinn í kvöld bera þess vitni að hans menn muni fá harða samkeppni í baráttunni um titilinn og það frá mörgum liðum. "Það er mikið búið að vera að tala um okkur KR-inga eftir að við fengum þá Jón Arnór og Jakob til okkar, en það erum bara fimm eða sex lið í þessari deild sem eiga eftir að verða gríðarlega sterk í vetur. Grindvíkingarnir voru líka að sýna það í kvöld að þeir erum með frábæran hóp," sagði Benedikt og hrósaði Jason Dourisseu sem skoraði sigurkörfuna í lokin. "Ég vissi það þegar ég fékk Jason í liðið hjá okkur að hann væri góður liðsmaður og fínn varnarmaður, en það hefur komið á daginn að hann er fínn skotmaður líka og mér leið ekkert illa að sjá hann taka síðasta skotið. Hann hefur verið upp og ofan í stigaskorun þessi strákur en þetta er maður sem þröngvar aldrei neinu og tekur ekkert til sín. Hann lætur leikinn bara koma til sín og er óeigingjarn eins og hinir strákarnir í liðinu." Dominos-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Benedikt Guðmundsson þjálfari KR segir æsilegan úrslitaleik hans manna við Grindavík í Powerade bikarnum í dag hafa sýnt hvað koma skal í deildinni í vetur. "Þetta var betri leikur en ég átti von á, því liðin eru oft ekkert kominn í svona gott stand á þessum tímapunkti á mótinu. Ég var ekkert allt of sáttur við varnarleikinn hjá okkur en það eru auðvitað frábærir sóknarmenn í báðum þessum liðum. Þessi leikur var bara frábær byrjun á tímabilinu og sýnir hvað koma skal í deildinni í vetur," sagði Benedikt í samtali við Vísi. Margir hafa gengið svo langt að tala um að KR eigi titilinn vísan í Iceland Express deildinni í vetur eftir að hafa fengið landsliðsmenn eins og Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson til liðs við sig. Benedikt segir leikinn í kvöld bera þess vitni að hans menn muni fá harða samkeppni í baráttunni um titilinn og það frá mörgum liðum. "Það er mikið búið að vera að tala um okkur KR-inga eftir að við fengum þá Jón Arnór og Jakob til okkar, en það erum bara fimm eða sex lið í þessari deild sem eiga eftir að verða gríðarlega sterk í vetur. Grindvíkingarnir voru líka að sýna það í kvöld að þeir erum með frábæran hóp," sagði Benedikt og hrósaði Jason Dourisseu sem skoraði sigurkörfuna í lokin. "Ég vissi það þegar ég fékk Jason í liðið hjá okkur að hann væri góður liðsmaður og fínn varnarmaður, en það hefur komið á daginn að hann er fínn skotmaður líka og mér leið ekkert illa að sjá hann taka síðasta skotið. Hann hefur verið upp og ofan í stigaskorun þessi strákur en þetta er maður sem þröngvar aldrei neinu og tekur ekkert til sín. Hann lætur leikinn bara koma til sín og er óeigingjarn eins og hinir strákarnir í liðinu."
Dominos-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum