SecurStore stefnir á stóraukinn vöxt í útlöndum 30. apríl 2008 00:01 Við stjórnvölinn hjá Securstore Alexander Eiríksson er sölu- og markaðsstjóri, Örn Gunnarsson er nýráðinn framkvæmdastjóri og Eiríkur Eiríksson er fjármála- og rekstrarstjóri SecurStore. Stefnt er á að breyta fyrirtækinu úr smærra frumkvöðla- og fjölskyldufyrirtæki í stórt alþjóðlegt upplýsingatæknifyrirtæki. MYND/Anton Við erum náttúrlega góðir í að sækja afrit, en mestu máli skiptir geta okkar til að skila gögnunum þegar þörf krefur," segir Örn Gunnarsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Tölvuþjónustunnar SecurStore á Akranesi. Hann hefur ásamt Bjarna Ármannssyni fjárfesti, sem um leið verður stjórnarformaður SecurStore, eignast helmingshlut í fyrirtækinu. Gengið var endanlega frá sölunni um nýliðna helgi. Kaupverð er sagt trúnaðarmál, en velta fyrirtækisins á þessu ári er áætluð 200 milljónir króna. Bjarni og Örn eiga fjórðung hvor í fyrirtækinu. Fyrirtækið sérhæfir sig í sjálfvirkri öryggisafritun yfir netið og svo endurheimt gagna. „Margir geta afritað eins og vindurinn, en þeir eru færri sem standa sig svo í að koma gögnunum hratt og örugglega á sinn stað þannig að fyrirtæki þar sem eitthvað hefur komið upp á geti haldið áfram starfsemi sinni með sem minnstri truflun," segir Örn, sem áður var framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar fjárfestingarbankans Saga Capital. Þar áður var hann forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Glitnis.Fyrirtæki með 17 ára söguAðkoma Arnar og Bjarna að fyrirtækinu á sér ekki ýkja langa forsögu, en Örn segir þann möguleika hafa fyrst verið skoðaðan í alvöru fyrir um tveimur mánuðum. „Það er alveg ljóst að þetta er ekki stökk sem ég tek umhugsunarlaust, enda hefur verið spennandi og skemmtilegt að koma að stofnun nýs banka," segir hann og áréttar að brotthvarf hans frá Sögu Capital sé vinsamlegt með öllu og kunni hann fólki þar bestu þakkir fyrir samstarfið. „Ég er hins vegar búinn að starfa lengi í fjármálageiranum og stóðst ekki mátið að breyta til þegar upp kom tækifæri til þátttöku í uppbyggingu og frekari útrás upplýsingatæknifyrirtækis úr minni heimabyggð," segir Örn.Tölvuþjónustan SecurStore á sér nokkuð langa sögu og er líkast til vel yfir meðalaldri upplýsingatæknifyrirtækja hér, en fyrirtækið var stofnað 30. nóvember 1991. „Og alltaf á sömu kennitölu," gantast Alexander Eiríksson, einn stofnenda þess. Hann gegndi áður starfi framkvæmdastjóra, en verður nú sölu- og markaðsstjóri. Bróðir hans og meðstofnandi, Eiríkur Eiríksson, verður fjármála- og rekstrarstjóri. Auk þeirra bræðra, sem fara með 45 prósenta eignarhlut, á Jón Ingi Þórðarson, tæknistjóri fyrirtækisins, í því fimm prósenta hlut.Umsvif Tölvuþjónustunnar smájukust frá stofnun, en framan af sinnti fyrirtækið hefðbundinni upplýsingatækniþjónustu. Þá stofnaði það líka netþjónustuna Aknet, sem síðar var seld til Vodafone.Þjónusta 150 bresk fyrirtækiAfritunarþjónusta fyrirtækisins byggir hins vegar á kanadískri hugbúnaðarlausn sem Alexander og Eiríkur kynntu sér árið 2004, eftir að hafa áttað sig á að sóknarfæri kynnu að vera í öryggisafritun á netinu. „Helsti keppinautur okkar er þessi hefðbundna segulbandsafritunartaka," segir Alexander. Eiríkur bætir við að hjá fyrirtækinu hafi þeir strax áttað sig á þeim möguleikum sem fælust í því að bjóða þessa afritunarlausn víðar en á Íslandi. Því hafi verið ákveðið að markaðssetja hana undir eigin vörumerki sem tækt yrði á alþjóðavísu og þar með var SecurStore fætt.„Við byrjuðum á því að keyra þessa lausn hér heima og síðan óx þessu fiskur um hrygg. Við tókum að selja hana til íslenskra fyrirtækja og eru þau orðin þó nokkuð mörg talsins hjá okkur í dag," segir Alexander, en árið 2006 var svo farið að huga að útrás SecurStore og varð Bretland fyrir valinu. „Þar er þetta sett á laggirnar vorið 2006 og við með skrifstofu og starfsmann í fullu starfi." Viðtökur í Bretlandi segja þeir bræður að hafi verið svipaðar og hér, fyrirtæki taki lausninni fagnandi og vöxtur hafi verið hraður, þrátt fyrir að ekki hafi mikið verið lagt í kynningu og að útrásin verið byggð frá grunni, en ekki ráðist í fyrirtækjakaup. „Í dag eru um það bil 150 bresk fyrirtæki í viðskiptum við okkur," segir Alexander. Að auki er fyrirtækið í samstarfi við allnokkurn hóp upplýsingatæknifyrirtækja um endursölu á SecurStore-afritunarlausninni.Höfuðáhersla á öryggi gagna„Á þessum grunni viljum við svo byggja enda eru mikil tækifæri erlendis á þessum markaði," segir Eiríkur. Önnur upplýsingatæknifyrirtæki voru tekin að sýna því áhuga að kaupa SecurStore og sáu möguleikana sem í því fólust að efla starfsemina.Stofnendur fyrir tækisins vildu hins vegar ekki selja það frá sér og kusu fremur að kalla til samstarfs menn sem öllum hnútum væru kunnugir við upp byggingu fyrir tækja á erlendri grundu og gætu aðstoðað við að breyta SecurStore úr tiltölulega smáu frumkvöðla- og fjölskyldu fyrirtæki í stórfyrirtæki á alþjóðlega vísu. Örn segir möguleika fyrirtækisins mikla og segir stefnt á að viðhalda og efla vöxt þess, sem verið hefur 100 prósent á ári í Bretlandi.Forsvarsmenn SecurStore segjast bjóða yfirburðaþjónustu þegar kemur að öryggisafritun gagna og segja lausn fyrir tækisins henta afar vel stórum fyrirtækjum sem tryggja þurfi mikið gagnamagn. Öll afrit eru dulkóðuð og þannig búið að fyrirbyggja allan mögulegan upplýsingaleka, en mikil áhersla er lögð á öryggis mál. Þannig hefur SecurStore fengið alþjóðlega öryggisvottun á starfsemi sína á Íslandi og í Bretlandi samkvæmt staðlinum ISO 27001. „Áherslan er á gæði á öllum sviðum," segir Eiríkur og bendir á að kanadíski hugbúnaðurinn í bakenda lausnar innar, sem heitir Asigra, sé margverðlaunaður og þá notist fyrirtækið við vélbúnað frá Hitachi. Komi til jarðskjálftar, flóð og eldar eiga fyrirtæki afrit vís á öruggum stað hjá SecurStore, sem jafnvel getur keyrt upp tölvukerfi þeirra í sýndar umhverfi. Smærri tæknileg vandamál, svo sem straumrof, er svo hægt að leysa á staðnum með afritum sem geymd eru á miðlurum innan húss. Héðan og þaðan Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Við erum náttúrlega góðir í að sækja afrit, en mestu máli skiptir geta okkar til að skila gögnunum þegar þörf krefur," segir Örn Gunnarsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Tölvuþjónustunnar SecurStore á Akranesi. Hann hefur ásamt Bjarna Ármannssyni fjárfesti, sem um leið verður stjórnarformaður SecurStore, eignast helmingshlut í fyrirtækinu. Gengið var endanlega frá sölunni um nýliðna helgi. Kaupverð er sagt trúnaðarmál, en velta fyrirtækisins á þessu ári er áætluð 200 milljónir króna. Bjarni og Örn eiga fjórðung hvor í fyrirtækinu. Fyrirtækið sérhæfir sig í sjálfvirkri öryggisafritun yfir netið og svo endurheimt gagna. „Margir geta afritað eins og vindurinn, en þeir eru færri sem standa sig svo í að koma gögnunum hratt og örugglega á sinn stað þannig að fyrirtæki þar sem eitthvað hefur komið upp á geti haldið áfram starfsemi sinni með sem minnstri truflun," segir Örn, sem áður var framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar fjárfestingarbankans Saga Capital. Þar áður var hann forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Glitnis.Fyrirtæki með 17 ára söguAðkoma Arnar og Bjarna að fyrirtækinu á sér ekki ýkja langa forsögu, en Örn segir þann möguleika hafa fyrst verið skoðaðan í alvöru fyrir um tveimur mánuðum. „Það er alveg ljóst að þetta er ekki stökk sem ég tek umhugsunarlaust, enda hefur verið spennandi og skemmtilegt að koma að stofnun nýs banka," segir hann og áréttar að brotthvarf hans frá Sögu Capital sé vinsamlegt með öllu og kunni hann fólki þar bestu þakkir fyrir samstarfið. „Ég er hins vegar búinn að starfa lengi í fjármálageiranum og stóðst ekki mátið að breyta til þegar upp kom tækifæri til þátttöku í uppbyggingu og frekari útrás upplýsingatæknifyrirtækis úr minni heimabyggð," segir Örn.Tölvuþjónustan SecurStore á sér nokkuð langa sögu og er líkast til vel yfir meðalaldri upplýsingatæknifyrirtækja hér, en fyrirtækið var stofnað 30. nóvember 1991. „Og alltaf á sömu kennitölu," gantast Alexander Eiríksson, einn stofnenda þess. Hann gegndi áður starfi framkvæmdastjóra, en verður nú sölu- og markaðsstjóri. Bróðir hans og meðstofnandi, Eiríkur Eiríksson, verður fjármála- og rekstrarstjóri. Auk þeirra bræðra, sem fara með 45 prósenta eignarhlut, á Jón Ingi Þórðarson, tæknistjóri fyrirtækisins, í því fimm prósenta hlut.Umsvif Tölvuþjónustunnar smájukust frá stofnun, en framan af sinnti fyrirtækið hefðbundinni upplýsingatækniþjónustu. Þá stofnaði það líka netþjónustuna Aknet, sem síðar var seld til Vodafone.Þjónusta 150 bresk fyrirtækiAfritunarþjónusta fyrirtækisins byggir hins vegar á kanadískri hugbúnaðarlausn sem Alexander og Eiríkur kynntu sér árið 2004, eftir að hafa áttað sig á að sóknarfæri kynnu að vera í öryggisafritun á netinu. „Helsti keppinautur okkar er þessi hefðbundna segulbandsafritunartaka," segir Alexander. Eiríkur bætir við að hjá fyrirtækinu hafi þeir strax áttað sig á þeim möguleikum sem fælust í því að bjóða þessa afritunarlausn víðar en á Íslandi. Því hafi verið ákveðið að markaðssetja hana undir eigin vörumerki sem tækt yrði á alþjóðavísu og þar með var SecurStore fætt.„Við byrjuðum á því að keyra þessa lausn hér heima og síðan óx þessu fiskur um hrygg. Við tókum að selja hana til íslenskra fyrirtækja og eru þau orðin þó nokkuð mörg talsins hjá okkur í dag," segir Alexander, en árið 2006 var svo farið að huga að útrás SecurStore og varð Bretland fyrir valinu. „Þar er þetta sett á laggirnar vorið 2006 og við með skrifstofu og starfsmann í fullu starfi." Viðtökur í Bretlandi segja þeir bræður að hafi verið svipaðar og hér, fyrirtæki taki lausninni fagnandi og vöxtur hafi verið hraður, þrátt fyrir að ekki hafi mikið verið lagt í kynningu og að útrásin verið byggð frá grunni, en ekki ráðist í fyrirtækjakaup. „Í dag eru um það bil 150 bresk fyrirtæki í viðskiptum við okkur," segir Alexander. Að auki er fyrirtækið í samstarfi við allnokkurn hóp upplýsingatæknifyrirtækja um endursölu á SecurStore-afritunarlausninni.Höfuðáhersla á öryggi gagna„Á þessum grunni viljum við svo byggja enda eru mikil tækifæri erlendis á þessum markaði," segir Eiríkur. Önnur upplýsingatæknifyrirtæki voru tekin að sýna því áhuga að kaupa SecurStore og sáu möguleikana sem í því fólust að efla starfsemina.Stofnendur fyrir tækisins vildu hins vegar ekki selja það frá sér og kusu fremur að kalla til samstarfs menn sem öllum hnútum væru kunnugir við upp byggingu fyrir tækja á erlendri grundu og gætu aðstoðað við að breyta SecurStore úr tiltölulega smáu frumkvöðla- og fjölskyldu fyrirtæki í stórfyrirtæki á alþjóðlega vísu. Örn segir möguleika fyrirtækisins mikla og segir stefnt á að viðhalda og efla vöxt þess, sem verið hefur 100 prósent á ári í Bretlandi.Forsvarsmenn SecurStore segjast bjóða yfirburðaþjónustu þegar kemur að öryggisafritun gagna og segja lausn fyrir tækisins henta afar vel stórum fyrirtækjum sem tryggja þurfi mikið gagnamagn. Öll afrit eru dulkóðuð og þannig búið að fyrirbyggja allan mögulegan upplýsingaleka, en mikil áhersla er lögð á öryggis mál. Þannig hefur SecurStore fengið alþjóðlega öryggisvottun á starfsemi sína á Íslandi og í Bretlandi samkvæmt staðlinum ISO 27001. „Áherslan er á gæði á öllum sviðum," segir Eiríkur og bendir á að kanadíski hugbúnaðurinn í bakenda lausnar innar, sem heitir Asigra, sé margverðlaunaður og þá notist fyrirtækið við vélbúnað frá Hitachi. Komi til jarðskjálftar, flóð og eldar eiga fyrirtæki afrit vís á öruggum stað hjá SecurStore, sem jafnvel getur keyrt upp tölvukerfi þeirra í sýndar umhverfi. Smærri tæknileg vandamál, svo sem straumrof, er svo hægt að leysa á staðnum með afritum sem geymd eru á miðlurum innan húss.
Héðan og þaðan Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira