
Íslenski boltinn
Naumur sigur hjá Val

Fjórir leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Íslandsmeistarar Vals unnu nauman 1-0 sigur á Aftureldingu á Vodafonevellinum, KR burstaði Fylkir 5-1 í Árbænum, Stjarnan og Keflavík skildu jöfn 2-2 og þá tapaði Breiðablik óvænt fyrir Þór/KA fyrir norðan 2-1.