Heilræði Schraders eiga sérstakt erindi nú 9. desember 2008 18:04 Ásgeir Jónsson Þýskættaður Bandaríkjamaður að nafni George H. F. Schrader eyddi hér síðustu þremur árum ævi sinnar áður en hann fyrirfór sér árið 1915, aðeins 57 ára gamall. Schrader bjó á Akureyri og sinnti margvíslegu menningar- og uppbyggingarstarfi. Hann skrifaði bók um hesta og aðra þar sem hann deildi fróðleik sínum úr heimi viðskiptanna í Bandaríkjunum. Sú bók heitir „Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum“ og er nýkomin út í þriðju útgáfu. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, skrifar nýjan inngang við þriðju útgáfu heilræðanna, en hann annast endurútgáfuna nú, sem og 2003 áður. Sú er uppseld, sem og frumútgáfan frá 1913. Texta bókar Schraders þýddi Steingrímur Matthíasson læknir, sonur Matthíasar Jochumssonar þjóðskálds. Heilræðin eru um margt merkilegur vitnisburður um þankagang í verslun og viðskiptum á þessum tíma. „Einnig má líta á heilræði Schraders sem sönnun fyrir því að árangur í frjálsri samkeppni byggist ekki á frumskógarlögmálum heldur dugnaði, forsjálni og trausti,“ skrifar Ásgeir í inngangi bókarinnar. Þar gerir hann tilraun til að svipta hulunni af þessum dularfulla útlendingi. En eftir fall bankanna í haust lagðist Ásgeir í ítarlega rannsóknarvinnu og fann nýjar heimildir um Schrader. „Ég lagðist yfir allt sem kom út á prenti fyrir norðan í leit að rituðum heimildum,“ segir Ásgeir, sem einnig fann upplýsingar utan landsteinanna sem ekki hafa áður komið fram. Hann segir heilræðin eina helstu perlu íslenskra viðskiptabókmennta. Áður en Schrader birtist hér skyndilega árið 1912 hafði starfað á verðbréfamarkaðinum á Wall Street í 35 ár og stórefnast, en hingað kom hann frá Englandi. Þá þegar er hann talinn hafa verið haldinn einhverjum hrörnunarsjúkdómi, sem farinn var að herja verulega á hann undir það síðasta. Sem dæmi um heilræði Schraders má ef til vill grípa niður í inngangi kaflans um peninga. „Borgaðu skuldir þínar á réttum tíma ef þú getur. Haltu aldrei peningum fyrir viðskiftavini þínum, því peningarnir eru hans, meðan þú ekki hefur greitt skuldir þínar. Skilvís borgun tryggir greið viðskifti og gott lánstraust. Sein borgun vekur tortrygni og óánægju,“ segir þar og undir almennu heilræðum er eftirfarandi, sem átt gæti heima í hvaða samningatæknikennslubók sem er: „Þegar þú átt í ágreiningi, sem þú vilt lagfæra, settu þig í spor þess manns, sem þú átt í ágreiningi við, og reyndu að hugleiða málið frá hans sjónarmiði, mæt honum síðan miðja vegu. Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Þýskættaður Bandaríkjamaður að nafni George H. F. Schrader eyddi hér síðustu þremur árum ævi sinnar áður en hann fyrirfór sér árið 1915, aðeins 57 ára gamall. Schrader bjó á Akureyri og sinnti margvíslegu menningar- og uppbyggingarstarfi. Hann skrifaði bók um hesta og aðra þar sem hann deildi fróðleik sínum úr heimi viðskiptanna í Bandaríkjunum. Sú bók heitir „Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum“ og er nýkomin út í þriðju útgáfu. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, skrifar nýjan inngang við þriðju útgáfu heilræðanna, en hann annast endurútgáfuna nú, sem og 2003 áður. Sú er uppseld, sem og frumútgáfan frá 1913. Texta bókar Schraders þýddi Steingrímur Matthíasson læknir, sonur Matthíasar Jochumssonar þjóðskálds. Heilræðin eru um margt merkilegur vitnisburður um þankagang í verslun og viðskiptum á þessum tíma. „Einnig má líta á heilræði Schraders sem sönnun fyrir því að árangur í frjálsri samkeppni byggist ekki á frumskógarlögmálum heldur dugnaði, forsjálni og trausti,“ skrifar Ásgeir í inngangi bókarinnar. Þar gerir hann tilraun til að svipta hulunni af þessum dularfulla útlendingi. En eftir fall bankanna í haust lagðist Ásgeir í ítarlega rannsóknarvinnu og fann nýjar heimildir um Schrader. „Ég lagðist yfir allt sem kom út á prenti fyrir norðan í leit að rituðum heimildum,“ segir Ásgeir, sem einnig fann upplýsingar utan landsteinanna sem ekki hafa áður komið fram. Hann segir heilræðin eina helstu perlu íslenskra viðskiptabókmennta. Áður en Schrader birtist hér skyndilega árið 1912 hafði starfað á verðbréfamarkaðinum á Wall Street í 35 ár og stórefnast, en hingað kom hann frá Englandi. Þá þegar er hann talinn hafa verið haldinn einhverjum hrörnunarsjúkdómi, sem farinn var að herja verulega á hann undir það síðasta. Sem dæmi um heilræði Schraders má ef til vill grípa niður í inngangi kaflans um peninga. „Borgaðu skuldir þínar á réttum tíma ef þú getur. Haltu aldrei peningum fyrir viðskiftavini þínum, því peningarnir eru hans, meðan þú ekki hefur greitt skuldir þínar. Skilvís borgun tryggir greið viðskifti og gott lánstraust. Sein borgun vekur tortrygni og óánægju,“ segir þar og undir almennu heilræðum er eftirfarandi, sem átt gæti heima í hvaða samningatæknikennslubók sem er: „Þegar þú átt í ágreiningi, sem þú vilt lagfæra, settu þig í spor þess manns, sem þú átt í ágreiningi við, og reyndu að hugleiða málið frá hans sjónarmiði, mæt honum síðan miðja vegu.
Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira