Samstarf Williams og Baugs í hættu? 24. október 2008 11:37 Frank Williams hefur átt góð samskipti við íslenska stuðningsaðila síðustu misseri. Adam Parr hjá Williams segir að Formúlu 1 lið hafi sofnað á verðinum varðandi það að minnka kostnað keppnisliða í mótum. Hann segir stöðu Williams gagnvart Baugi óljósa sem stendur. Efnahagsþrengingar hafa haft áhrif víða og Formúla 1 hefur ekki farið varhluta af því. Mörg keppnislið óttast að missa auglýsingatekjur vegna efnhagskreppunar og forráðamenn liðanna hafa fundað um málið síðustu vikur. Talið er að hætta sé á því að auglýsendur dragi verulega saman seglin á næsta ári. Royal Bank of Scotland og Baugur Group hafa stutt dyggilega við Williams. Nokkur fyrirtæki innan Baugs Group hafa auglýst á bílum Williams síðustu misseri. "Ég veit ekki hvernig málin munu þróast með Baugi Group, en það eru viðskiptaaðilar innan þeirrar samsteypu sem auglýsa á bíl okkar. Það eru allt traust fyrirtæki í rekstri. Þess vegna var Philip Green tilbúinn að kaupa 2 miljarða í þeim. En hvað þetta þýðir fyrir okkur veit ég ekki", sagði Parr í samtali við Autosport vefsetrið. "Málið er að Baugur Group hefur unnið með bönkum sem eru í vandræðum og það er of snemmt að segja um hvernig málin munu þróast. En rekstur fyrirtækja Baugs hefur verið traustur", sagði Parr. Samstarf Williams og Baugs Group hefur verið mikið og Williams liðið hefur margsinnis komið hingað til lands til að kynna Formúlu 1. Mark Webber kom á vegum liðsinns, Nico Rosberg og Frank Williams kom einnig til landsins til kynningarstarfa. Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Sport Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Adam Parr hjá Williams segir að Formúlu 1 lið hafi sofnað á verðinum varðandi það að minnka kostnað keppnisliða í mótum. Hann segir stöðu Williams gagnvart Baugi óljósa sem stendur. Efnahagsþrengingar hafa haft áhrif víða og Formúla 1 hefur ekki farið varhluta af því. Mörg keppnislið óttast að missa auglýsingatekjur vegna efnhagskreppunar og forráðamenn liðanna hafa fundað um málið síðustu vikur. Talið er að hætta sé á því að auglýsendur dragi verulega saman seglin á næsta ári. Royal Bank of Scotland og Baugur Group hafa stutt dyggilega við Williams. Nokkur fyrirtæki innan Baugs Group hafa auglýst á bílum Williams síðustu misseri. "Ég veit ekki hvernig málin munu þróast með Baugi Group, en það eru viðskiptaaðilar innan þeirrar samsteypu sem auglýsa á bíl okkar. Það eru allt traust fyrirtæki í rekstri. Þess vegna var Philip Green tilbúinn að kaupa 2 miljarða í þeim. En hvað þetta þýðir fyrir okkur veit ég ekki", sagði Parr í samtali við Autosport vefsetrið. "Málið er að Baugur Group hefur unnið með bönkum sem eru í vandræðum og það er of snemmt að segja um hvernig málin munu þróast. En rekstur fyrirtækja Baugs hefur verið traustur", sagði Parr. Samstarf Williams og Baugs Group hefur verið mikið og Williams liðið hefur margsinnis komið hingað til lands til að kynna Formúlu 1. Mark Webber kom á vegum liðsinns, Nico Rosberg og Frank Williams kom einnig til landsins til kynningarstarfa.
Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Sport Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira