Umbreytist í hestamann eftir klukkan sex 23. apríl 2008 00:01 hreiðar árni magnússon Hárgreiðslumaðurinn hefur lengi verið forfallinn hestamaður en ætlar að munda golfkylfurnar í sumar eftir að hafa gert hlé á þeirri iðju undanfarin ár. „Ég ætlaði að verða bóndi en endaði sem hárgreiðslumaður,“ segir Hreiðar Árni Magnússon, framkvæmdastjóri og einn eigandi hárgreiðslustofanna Salon VEH í Reykjavík og Loft Salon, sem er í hjarta Kaupmannahafnar. Hreiðar ferðast mikið til útlanda vegna vinnunnar en þegar hann er á landinu nýtur hann þess að vera úti í íslenskri náttúru. „Ég fer upp í hesthús á hverjum degi eftir vinnu þegar ég get og einnig um helgar,“ segir hann. Eftir sex á daginn skiptir Hreiðar algjörlega um gír; fer úr hlutverki hárgreiðslumannsins á mölinni og umbreytist í hestamann. „Hestamennskunni fylgir mikil líkamleg og andleg vellíðan,“ segir hann og bætir við að lífinu eftir vinnu hjá sér sé best lýst sem lífinu í hesthúsinu. Dætur hans sem eru fimm og níu ára fara báðar oft með pabba sínum til Hafnarfjarðar í hesthúsið. „Fyrir mér er hestamennskan lífsstíll sem hefur fylgt mér alla tíð. Sem krakki var ég níu sumur í sveit á Neðri Tungu í Örlygshöfn hjá afa mínum og ömmu við Patreksfjörð. Tvö sumur var ég á bænum Austurey við Apavatn og eitt sumar á bænum Stóru Giljá í Húnavatnssýslu og alltaf í kringum hesta,“ segir Hreiðar, sem augljóslega er vel kunnur sveitastörfum. Yfir sumartímann fer Hreiðar bæði styttri og lengri hestaferðir. Hann fer mikið austur fyrir fjall þar sem stutt er upp á hálendið. Helstu hestaleiðirnar í huga Hreiðars eru leiðir að Kringlumýri á Lyngdalsheiði, Löngufjörur á Snæfellsnesi og Mýrdalssandur. Þessa staði þræðir hann á hestbaki með vinum sínum, en birgðirnar eru reyndar keyrðar á áfangastaðinn í lengri ferðum. Hreiðar er lítið fyrir dútl og segist yfirleitt taka hlutina alla leið. „Golfið hefur legið í dvala undanfarin ár en með vorinu er ætlunin að byrja aftur í því,“ nefnir hann og bætir við að hann verði líka að nefna enn annað áhugamál sitt sem er skotveiðin. „Fyrri part hausts fer ég vanalega á gæs og seinni part hausts fer ég á rjúpu. Svo er það fótboltinn,“ segir Hreiðar glettinn. „En nýlega var ég staddur í London og notaði þá tækifærið og sá Arsenal spila á heimavelli, sem var frábær uppplifun,“ segir hann að lokum.- vg Héðan og þaðan Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
„Ég ætlaði að verða bóndi en endaði sem hárgreiðslumaður,“ segir Hreiðar Árni Magnússon, framkvæmdastjóri og einn eigandi hárgreiðslustofanna Salon VEH í Reykjavík og Loft Salon, sem er í hjarta Kaupmannahafnar. Hreiðar ferðast mikið til útlanda vegna vinnunnar en þegar hann er á landinu nýtur hann þess að vera úti í íslenskri náttúru. „Ég fer upp í hesthús á hverjum degi eftir vinnu þegar ég get og einnig um helgar,“ segir hann. Eftir sex á daginn skiptir Hreiðar algjörlega um gír; fer úr hlutverki hárgreiðslumannsins á mölinni og umbreytist í hestamann. „Hestamennskunni fylgir mikil líkamleg og andleg vellíðan,“ segir hann og bætir við að lífinu eftir vinnu hjá sér sé best lýst sem lífinu í hesthúsinu. Dætur hans sem eru fimm og níu ára fara báðar oft með pabba sínum til Hafnarfjarðar í hesthúsið. „Fyrir mér er hestamennskan lífsstíll sem hefur fylgt mér alla tíð. Sem krakki var ég níu sumur í sveit á Neðri Tungu í Örlygshöfn hjá afa mínum og ömmu við Patreksfjörð. Tvö sumur var ég á bænum Austurey við Apavatn og eitt sumar á bænum Stóru Giljá í Húnavatnssýslu og alltaf í kringum hesta,“ segir Hreiðar, sem augljóslega er vel kunnur sveitastörfum. Yfir sumartímann fer Hreiðar bæði styttri og lengri hestaferðir. Hann fer mikið austur fyrir fjall þar sem stutt er upp á hálendið. Helstu hestaleiðirnar í huga Hreiðars eru leiðir að Kringlumýri á Lyngdalsheiði, Löngufjörur á Snæfellsnesi og Mýrdalssandur. Þessa staði þræðir hann á hestbaki með vinum sínum, en birgðirnar eru reyndar keyrðar á áfangastaðinn í lengri ferðum. Hreiðar er lítið fyrir dútl og segist yfirleitt taka hlutina alla leið. „Golfið hefur legið í dvala undanfarin ár en með vorinu er ætlunin að byrja aftur í því,“ nefnir hann og bætir við að hann verði líka að nefna enn annað áhugamál sitt sem er skotveiðin. „Fyrri part hausts fer ég vanalega á gæs og seinni part hausts fer ég á rjúpu. Svo er það fótboltinn,“ segir Hreiðar glettinn. „En nýlega var ég staddur í London og notaði þá tækifærið og sá Arsenal spila á heimavelli, sem var frábær uppplifun,“ segir hann að lokum.- vg
Héðan og þaðan Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira