Tíminn nýtist til að undirbúa kosningar Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. desember 2008 18:04 Slökkviliðsstarfi á vegum ríkisins er lokið að mestu og brunavaktin tekin við. Bankarnir hafa verið teknir yfir og búið að koma á gjaldeyrishöftum sem verja krónuna frekara falli í bili. Við tekur einkennilegt tómarúm þar sem algjör óvissa virðist ríkja um hvaða stefnu skuli taka til framtíðar hjá þjóðinni. Ljóst er að ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki á einu máli í þeim efnum. Þá hafa vaknað spurningar um pólitíska framtíðarsýn bankastjórnar Seðlabankans, hversu einkennilega sem það kann að hljóma. Eins og málum er komið þá hefur þjóðin ekki nema takmarkaðan umþóttunartíma. Þótt haftakrónan dafni þá skaða viðvarandi gjaldeyrishöft viðskiptalíf þjóðarinnar. Þá er ljóst að ekki verður áfram búið við þá togstreitu sem fyrir hendi er í samskiptum ríkisstjórnar við Seðlabanka Íslands. Umræðan um hvaða framtíð þjóðarbúinu er búin kristallast í umræðum um framtíðarskipan gjaldeyrismála hér. Öllum má ljóst vera að krónan er og hefur verið baggi á þjóðinni. Tal um að hún hafi verið nauðsynleg til að auka sveigjanleika í hagkerfinu virðist annað hvort ranghugmyndir eða skrök. Gjaldmiðillinn hefur sjálfur verið uppspretta óstöðugleika. Þá liggur fyrir að skortur á baklandi og getuleysi ríkisins, með þennan gjaldmiðil, til að standa að baki fjármálakerfi landsins er ástæða hruns þess. Árum saman hefur verið bent á að krónan og andvaraleysi í að byggja hér upp gjaldeyrisvaraforða væri fjármálastöðugleika hér hættulegur. Stjórnmálamenn létu hjá líða að bregðast við og þeir sem stýrðu bönkunum höfðu ekki vit á að tempra vöxt þeirra í takt við skort á baklandi, eða flytja starfsemi þeirra til annarra landa. Æ fleiri virðast gera sér grein fyrir að dagar krónunnar séu taldir. Spurningin er bara hvað við tekur. Vera má að einhliða upptaka annars gjaldmiðils sé valkostur og andlát krónunnar beri þá brátt að. Í þeirri leið felst þó algjör uppgjöf og ósigur þeirra sem hér hafa stýrt peningamálum. Einhliða upptaka er tæplega til þess fallin að auka traust á stjórnvöldum enda ekki leystur nema hluti þess vanda sem falist hefur í notkun krónunnar. Baklandið heima fyrir er eftir sem áður veikt og hér yrði að byggja upp gífurlegan gjaldeyrisforða. Þá þyrfti að velja rétta gjaldmiðilinn. Ljóst er að mikil áhætta fylgir Bandaríkjadal, hvers framtíð er óljós, og með einhliða evruupptöku kann að vera stefnt í voða samstarfi við okkar helstu markaðslönd. Þá væri dýr snúningur að þurfa að taka aftur upp krónu til þess eins að geta hafið viðræður um Evrópusambandsaðild. Hin leiðin er að lýsa þegar yfir að stefnt sé á aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru í framhaldinu. Landið fengi þá stuðning í mótuðu regluverki sambandsins og bakland hjá Seðlabanka Evrópu sem efla myndi traust á hagstjórn hér og á krónuna þar til henni yrði skipt út fyrir evru. Vilji stjórnmálaflokka landsins er hins vegar í sumum tilvikum á reiki í þessum efnum og tæpast tími til að bíða á meðan þeir flokkar sem í vandræðum eru með þessi mál vinna úr sínum innanmeinum. Ef hins vegar þjóðinni er gert að bíða á meðan flokkar gera upp hug sinn varðandi Evrópumál þá er allt eins ráð að nota þennan tíma til gagns og undirbúa kosningar um leið. Eðlilegast og lýðræðislegast væri þá að stefna að kosningum strax í febrúar eða mars og knýja fram skýrar línur og valkosti. Um leið gæti átt sér stað ákveðin hreinsun þar sem ráðamenn svara fyrir gjörðir sínar á kjörstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun
Slökkviliðsstarfi á vegum ríkisins er lokið að mestu og brunavaktin tekin við. Bankarnir hafa verið teknir yfir og búið að koma á gjaldeyrishöftum sem verja krónuna frekara falli í bili. Við tekur einkennilegt tómarúm þar sem algjör óvissa virðist ríkja um hvaða stefnu skuli taka til framtíðar hjá þjóðinni. Ljóst er að ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki á einu máli í þeim efnum. Þá hafa vaknað spurningar um pólitíska framtíðarsýn bankastjórnar Seðlabankans, hversu einkennilega sem það kann að hljóma. Eins og málum er komið þá hefur þjóðin ekki nema takmarkaðan umþóttunartíma. Þótt haftakrónan dafni þá skaða viðvarandi gjaldeyrishöft viðskiptalíf þjóðarinnar. Þá er ljóst að ekki verður áfram búið við þá togstreitu sem fyrir hendi er í samskiptum ríkisstjórnar við Seðlabanka Íslands. Umræðan um hvaða framtíð þjóðarbúinu er búin kristallast í umræðum um framtíðarskipan gjaldeyrismála hér. Öllum má ljóst vera að krónan er og hefur verið baggi á þjóðinni. Tal um að hún hafi verið nauðsynleg til að auka sveigjanleika í hagkerfinu virðist annað hvort ranghugmyndir eða skrök. Gjaldmiðillinn hefur sjálfur verið uppspretta óstöðugleika. Þá liggur fyrir að skortur á baklandi og getuleysi ríkisins, með þennan gjaldmiðil, til að standa að baki fjármálakerfi landsins er ástæða hruns þess. Árum saman hefur verið bent á að krónan og andvaraleysi í að byggja hér upp gjaldeyrisvaraforða væri fjármálastöðugleika hér hættulegur. Stjórnmálamenn létu hjá líða að bregðast við og þeir sem stýrðu bönkunum höfðu ekki vit á að tempra vöxt þeirra í takt við skort á baklandi, eða flytja starfsemi þeirra til annarra landa. Æ fleiri virðast gera sér grein fyrir að dagar krónunnar séu taldir. Spurningin er bara hvað við tekur. Vera má að einhliða upptaka annars gjaldmiðils sé valkostur og andlát krónunnar beri þá brátt að. Í þeirri leið felst þó algjör uppgjöf og ósigur þeirra sem hér hafa stýrt peningamálum. Einhliða upptaka er tæplega til þess fallin að auka traust á stjórnvöldum enda ekki leystur nema hluti þess vanda sem falist hefur í notkun krónunnar. Baklandið heima fyrir er eftir sem áður veikt og hér yrði að byggja upp gífurlegan gjaldeyrisforða. Þá þyrfti að velja rétta gjaldmiðilinn. Ljóst er að mikil áhætta fylgir Bandaríkjadal, hvers framtíð er óljós, og með einhliða evruupptöku kann að vera stefnt í voða samstarfi við okkar helstu markaðslönd. Þá væri dýr snúningur að þurfa að taka aftur upp krónu til þess eins að geta hafið viðræður um Evrópusambandsaðild. Hin leiðin er að lýsa þegar yfir að stefnt sé á aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru í framhaldinu. Landið fengi þá stuðning í mótuðu regluverki sambandsins og bakland hjá Seðlabanka Evrópu sem efla myndi traust á hagstjórn hér og á krónuna þar til henni yrði skipt út fyrir evru. Vilji stjórnmálaflokka landsins er hins vegar í sumum tilvikum á reiki í þessum efnum og tæpast tími til að bíða á meðan þeir flokkar sem í vandræðum eru með þessi mál vinna úr sínum innanmeinum. Ef hins vegar þjóðinni er gert að bíða á meðan flokkar gera upp hug sinn varðandi Evrópumál þá er allt eins ráð að nota þennan tíma til gagns og undirbúa kosningar um leið. Eðlilegast og lýðræðislegast væri þá að stefna að kosningum strax í febrúar eða mars og knýja fram skýrar línur og valkosti. Um leið gæti átt sér stað ákveðin hreinsun þar sem ráðamenn svara fyrir gjörðir sínar á kjörstað.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun