Olíuverð enn á uppleið 21. ágúst 2008 12:41 Mun dýrara er að fylla á bílinn nú en fyrir ári. Mynd/AFP Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað í dag, þriðja daginn í röð. Helsta ástæðan er gremja Rússa í garð Bandaríkjamanna, sem ætla að byggja upp búnað fyrir hnattrænt eldflaugavarnakerfi í Póllandi. Þá hefur verið skrúfað fyrir flutning á hráolíu við nokkrar hafnir í Rússlandi vegna stríðsátaka í Georgíu. Öll röskun á olíuflutningum hefur áhrif á verðið. Þá spilar inn í veikning bandaríkjadals í vikunni auk þess sem fjárfestar hafa tekið að fjárfesta á ný á hrávörumarkaði eftir gengislækkun á fjármálamarkaði og ótta við frekari skell í bankaheiminum. Í ofanálag dró úr eldsneytisbirgðum á milli vikna í Bandaríkjunum í síðustu viku, að því er fram kemur í opinberum tölum sem gefnar voru út í gær. Birgðirnar drógust saman um 6,2 milljónir tunna sem er tvöfalt meira en sérfræðingar höfðu reiknað með. Verð á framvirkum samningum á hráolíu, sem afhent verður í október, hækkaði um 2,269 dali á tunnu í dag, eða um 2,3 prósent og fór í 118,25 dali á tunnu á markaði í Bandaríkjunum. Þá fór verðið á Brent-olíu í 116,75 dali á tunnu á markaði Bretlandi. Olíuverðið fór í rúma 147 dali á tunnu í júlí og hefur þessu samkvæmt lækkað um 21 prósent síðan þá. Verðið er engu að síður 68 prósentum hærra en á sama tíma í fyrra. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað í dag, þriðja daginn í röð. Helsta ástæðan er gremja Rússa í garð Bandaríkjamanna, sem ætla að byggja upp búnað fyrir hnattrænt eldflaugavarnakerfi í Póllandi. Þá hefur verið skrúfað fyrir flutning á hráolíu við nokkrar hafnir í Rússlandi vegna stríðsátaka í Georgíu. Öll röskun á olíuflutningum hefur áhrif á verðið. Þá spilar inn í veikning bandaríkjadals í vikunni auk þess sem fjárfestar hafa tekið að fjárfesta á ný á hrávörumarkaði eftir gengislækkun á fjármálamarkaði og ótta við frekari skell í bankaheiminum. Í ofanálag dró úr eldsneytisbirgðum á milli vikna í Bandaríkjunum í síðustu viku, að því er fram kemur í opinberum tölum sem gefnar voru út í gær. Birgðirnar drógust saman um 6,2 milljónir tunna sem er tvöfalt meira en sérfræðingar höfðu reiknað með. Verð á framvirkum samningum á hráolíu, sem afhent verður í október, hækkaði um 2,269 dali á tunnu í dag, eða um 2,3 prósent og fór í 118,25 dali á tunnu á markaði í Bandaríkjunum. Þá fór verðið á Brent-olíu í 116,75 dali á tunnu á markaði Bretlandi. Olíuverðið fór í rúma 147 dali á tunnu í júlí og hefur þessu samkvæmt lækkað um 21 prósent síðan þá. Verðið er engu að síður 68 prósentum hærra en á sama tíma í fyrra.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira