Láttu leikinn leika þig 7. maí 2008 00:01 Félagar í golfinu „Golfarinn verður að reyna að læra að sleppa takinu og gleyma sér í leiknum. Ekki reyna að stjórna því sem eigi er unnt að stjórna,“ segir Arnar Jónsson. Fréttablaðið/Arnþór Arnar Jónsson leikari og Vignir Freyr Andersen, lóttókynnir og einn eigandi golfverslunarinnar Hole in one, eru gamlir golffélagar. „Fyrsta golfferðin út fyrir landsteinana var farin til Suður-Englands,“ minnast þeir á. „En mikið er um fína golfvelli fyrir utan stórborgir,“ segir Arnar og vísar til þeirrar vakningar sem orðin er í því að tengja golfferðir til útlanda við ferðir á sögufræga staði. Golfið snýst um meira en bara kúlur og prik,“ nefnir Arnar, sem aldrei fær nóg af því að ræða um hinar andlegu hliðar golfsins. „Í golfinu er maður í innri glímu við sig sjálfan enda krefst golfið góðrar einbeitingar. Golfið gerir heilmikið fyrir sálarlífið.“ „Það eru engir tveir dagar eins í golfinu,“ segir Vignir og bætir við að á hverjum degi vakni menn endurnærðir. Veðrið sé síbreytilegt og félagarnir sömuleiðis. „Golfið býður þannig alltaf upp á eitthvað nýtt.“ Allir eiga sína góðu og slæmu daga í golfinu, og Vignir átti sinn slæma dag á móti á Hellu nýverið. Hann er með 3,2 í forgjöf en lék áttundu holuna, sem er stutt par-3 hola, á fjórtán höggum. „Það er ekki hægt annað en að hlæja að þessu,“ segir Vignir, sem fékk viðurnefnið Vignir fjórtándi af félögum sínum í hollinu fyrir frammistöðuna. Í golfinu er mikið atriði að stilla sig inn á það hugarfar að vera ekki of upptekinn af því að gera mistök. En þegar stressið fer að ná tökum á kylfingnum er eins og hvert feilhöggið á fætur öðru sé slegið. „Golfið er spennandi leikur. Í leiknum verður maður að tæma hugann og láta ekki hausinn rugla í sér,“ segir leikarinn. Kylfingurinn er eilíflega í einhvers konar sjálfsskoðun þar sem innsæið getur skipt sköpum. Golfið gengur svolítið út á það að þjálfa sig í að treysta á eigið innsæi. „Þegar feilhöggin koma spyr maður yfirleitt sjálfan sig hvað hafi eiginlega gerst,“ segja þeir. „Bestu höggin verða yfirleitt við þær aðstæður þegar það er enginn asi á mannskapnum,“ segir Arnar og bætir við að „golfarinn verður að reyna að læra að sleppa takinu og gleyma sér í leiknum. Ekki reyna að stjórna því sem eigi er unnt að stjórna.“ Allir vita að lítið er til gagns að ætla sér að stjórna straumnum í ánni. „Í golfinu er maður einhvern veginn að leita eftir rétta taktinum sem virkar fyrir mann hverju sinni,“ segir Vignir. Deepak Chopra, sem fjallað hefur um andlegar hliðar golfsins, hefur bent á að kylfingurinn eigi að láta leikinn leika sig, í stað þess að ætla sér að stjórna leiknum um of sjálfur. Héðan og þaðan Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Arnar Jónsson leikari og Vignir Freyr Andersen, lóttókynnir og einn eigandi golfverslunarinnar Hole in one, eru gamlir golffélagar. „Fyrsta golfferðin út fyrir landsteinana var farin til Suður-Englands,“ minnast þeir á. „En mikið er um fína golfvelli fyrir utan stórborgir,“ segir Arnar og vísar til þeirrar vakningar sem orðin er í því að tengja golfferðir til útlanda við ferðir á sögufræga staði. Golfið snýst um meira en bara kúlur og prik,“ nefnir Arnar, sem aldrei fær nóg af því að ræða um hinar andlegu hliðar golfsins. „Í golfinu er maður í innri glímu við sig sjálfan enda krefst golfið góðrar einbeitingar. Golfið gerir heilmikið fyrir sálarlífið.“ „Það eru engir tveir dagar eins í golfinu,“ segir Vignir og bætir við að á hverjum degi vakni menn endurnærðir. Veðrið sé síbreytilegt og félagarnir sömuleiðis. „Golfið býður þannig alltaf upp á eitthvað nýtt.“ Allir eiga sína góðu og slæmu daga í golfinu, og Vignir átti sinn slæma dag á móti á Hellu nýverið. Hann er með 3,2 í forgjöf en lék áttundu holuna, sem er stutt par-3 hola, á fjórtán höggum. „Það er ekki hægt annað en að hlæja að þessu,“ segir Vignir, sem fékk viðurnefnið Vignir fjórtándi af félögum sínum í hollinu fyrir frammistöðuna. Í golfinu er mikið atriði að stilla sig inn á það hugarfar að vera ekki of upptekinn af því að gera mistök. En þegar stressið fer að ná tökum á kylfingnum er eins og hvert feilhöggið á fætur öðru sé slegið. „Golfið er spennandi leikur. Í leiknum verður maður að tæma hugann og láta ekki hausinn rugla í sér,“ segir leikarinn. Kylfingurinn er eilíflega í einhvers konar sjálfsskoðun þar sem innsæið getur skipt sköpum. Golfið gengur svolítið út á það að þjálfa sig í að treysta á eigið innsæi. „Þegar feilhöggin koma spyr maður yfirleitt sjálfan sig hvað hafi eiginlega gerst,“ segja þeir. „Bestu höggin verða yfirleitt við þær aðstæður þegar það er enginn asi á mannskapnum,“ segir Arnar og bætir við að „golfarinn verður að reyna að læra að sleppa takinu og gleyma sér í leiknum. Ekki reyna að stjórna því sem eigi er unnt að stjórna.“ Allir vita að lítið er til gagns að ætla sér að stjórna straumnum í ánni. „Í golfinu er maður einhvern veginn að leita eftir rétta taktinum sem virkar fyrir mann hverju sinni,“ segir Vignir. Deepak Chopra, sem fjallað hefur um andlegar hliðar golfsins, hefur bent á að kylfingurinn eigi að láta leikinn leika sig, í stað þess að ætla sér að stjórna leiknum um of sjálfur.
Héðan og þaðan Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira