Fótbolti

Enn tapar AC Milan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldinho og félagar máttu þola annað tap í dag.
Ronaldinho og félagar máttu þola annað tap í dag. Nordic Photos / AFP
AC Milan hefur byrjað skelfilega á leiktíðinni í ítölsku úrvalsdeildinni. Í dag tapaði liðið fyrir Genoa á útivelli, 2-0.

Það var Guiseppe Sculli sem skoraði eina mark leiksins á 30. mínútu. Diego Alberto Milito bætti öðru marki við úr víti á lokamínútu leiksins.

Lið AC Milan var stjörnum prýtt en það er nú enn stigalaust eftir fyrstu tvær umferðirnar og er í næstneðsta sæti deildarinnar. Liðið á enn eftir að skora mark.

Ronaldinho og Andryi Shevchenko voru báðir í byrjunarliði AC Milan en teknir út af í hálfleik. Eftir 69 mínútur var svo Mathieu Flamini tekinn af velli.

Meðal annarra manna í byrjunarliði AC Milan má nefna Paolo Maldini, Gianluca Zambrotta, Andrea Pirlo, Kaka, Massimo Ambrosini og Guiseppe Favalli. Clarence Seedorf, Marco Morriello og Alexandre Pato komu inn á sem varamenn.

Lazio og Atalanta eru einu liðin eftir fyrstu tvær umferðirnar sem eru enn með fullt hús stiga. Udinese, sem vann AC Milan í fyrstu umferðinni, getur reyndar enn komist í þann hóp með sigri á Juventus í kvöld.

Lazio vann 2-0 sigur á Sampdoria og Atalanta hafði betur gegn Bologna á útivelli, 1-0.

Emil Hallfreðsson kom inn á sem varamaður er hans lið, Reggina, gerði 1-1 jafntefli við Torinho á heimavelli. Emil lék síðasta stundarfjórðunginn í leiknum.

Úrslit dagsins:

Bologna - Atalanta 0-1

Genoa - AC Milan 2-0

Lazio - Sampdoria 2-0

Lecce - Chievo 2-0

Napoli - Fiorentina 2-1

Reggina - Torino 1-1

Siena - Cagliari 1-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×