Alcoa eignast álver Elkem í skiptasamning við Orkla 23. desember 2008 09:34 Alcoa og Orkla hafa gert með sér skiptasamning þannig að Alcoa eignast að fullu álver Elkem en Orkla eignast að fullu Sapa Profiles í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni E24.no áttu Alcoa og Orkla fyrrgreind félög í sameiningu. Nú hefur Orkla yfirtekið 45,45% eignarhlut Alcoa í Sapa og Alcoa hefur yfirtekið 50% eignarhlut Orkla í Elkem Aluminium. Í tilkynningu um málið til kauphallarinnar í Osló segir að skipti þessi séu gerð nánast á sléttu og engir fjármagnsflutningar séu í samningum. Alcoa hefur átt 50% í Elkem í næstum 50 ár en Elkem rekur nú tvö álver í Mosjöen og Lista. Orkla hefur átt hlut í Sapa um nokkurt skeið en það félag framleiðir álprófíla og aðrar vörur úr áli í Bandaríkjunum. Alcoa rekur nú Fjarðarál á Reyðarfirði og hefur áform um að reisa annað álver á Bakka við Húsavík. Orkla er eitt stærstra skráða félagið í Noregi með blandaða starfsemi í áliðnaði, matvælaframleiðslu og fjármálastarfsemi. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alcoa og Orkla hafa gert með sér skiptasamning þannig að Alcoa eignast að fullu álver Elkem en Orkla eignast að fullu Sapa Profiles í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni E24.no áttu Alcoa og Orkla fyrrgreind félög í sameiningu. Nú hefur Orkla yfirtekið 45,45% eignarhlut Alcoa í Sapa og Alcoa hefur yfirtekið 50% eignarhlut Orkla í Elkem Aluminium. Í tilkynningu um málið til kauphallarinnar í Osló segir að skipti þessi séu gerð nánast á sléttu og engir fjármagnsflutningar séu í samningum. Alcoa hefur átt 50% í Elkem í næstum 50 ár en Elkem rekur nú tvö álver í Mosjöen og Lista. Orkla hefur átt hlut í Sapa um nokkurt skeið en það félag framleiðir álprófíla og aðrar vörur úr áli í Bandaríkjunum. Alcoa rekur nú Fjarðarál á Reyðarfirði og hefur áform um að reisa annað álver á Bakka við Húsavík. Orkla er eitt stærstra skráða félagið í Noregi með blandaða starfsemi í áliðnaði, matvælaframleiðslu og fjármálastarfsemi.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira