Ökumenn vilja úrbætur á Singapúr brautinni 26. september 2008 19:17 Ökumenn vilja láta laga ýmsa hluta Singapúr brautarinnar sem keppt verður á um helgina. Mynd: AFP Eftir tvær æfingar á Singapúr Formúlu 1 brautinni í dag, þá eru ökumenn harðir á því að laga þurfi brautina fyrir mótsdag. Ökumenn sátu öryggisfund í dag. ,,Þegar ég labbaði brautina, þá fannst mér lýsingin í lagi, en eftir að hafa ekið hana á 300 km hraða, þá finnst mér hún dimm á köflum", sagði Alonso. Enn er óljóst hvernig verður að aka brautina ef rignir og það er helst áhyggjuefni ökumanna. Í nótt var unnið að breytingum á varnarveggjum við tíundu beygju brautarinnar og ökumenn eru sáttir við þær. Þeir óskuðu eftir þessum breytingum. Lewis Hamilton lét þess getið að brautin væri tvöfalt erfiðari viðureignar líkamlega séð en Mónakó brautin sögufræga. Jarno Trulli segir mishæðir á brautinni þær verstu sem hann hefur kynnst í Formúlu 1. Sjá mátti bílanna skoppa um brautina, þegar hlífðarplötur rákust upp undir bílanna og eldglæringar stóðu afturúr þeim. ,,Við þurfum að breyta uppsetningu bílanna verulega svo þeir rekist ekki niður. En þetta er bara hluti af mótinu", sagði Robert Kubica. Þá skapaðist oftar einu sinni hætta í dag þegar ökumenn voru að aka út á brautina af þjónustusvæði eða inn á það. Líklegt er að útfærslan verði löguð fyrir kappaksturinn, enda um mikið hættuspil að ræða ef það gengur ekki eftir. Það mál er í höndum FIA. Þriðja æfing keppnisliða er á laugardagsmorgun og tímatakan eftir hádegi.Sjá ummæli ökumanna Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Eftir tvær æfingar á Singapúr Formúlu 1 brautinni í dag, þá eru ökumenn harðir á því að laga þurfi brautina fyrir mótsdag. Ökumenn sátu öryggisfund í dag. ,,Þegar ég labbaði brautina, þá fannst mér lýsingin í lagi, en eftir að hafa ekið hana á 300 km hraða, þá finnst mér hún dimm á köflum", sagði Alonso. Enn er óljóst hvernig verður að aka brautina ef rignir og það er helst áhyggjuefni ökumanna. Í nótt var unnið að breytingum á varnarveggjum við tíundu beygju brautarinnar og ökumenn eru sáttir við þær. Þeir óskuðu eftir þessum breytingum. Lewis Hamilton lét þess getið að brautin væri tvöfalt erfiðari viðureignar líkamlega séð en Mónakó brautin sögufræga. Jarno Trulli segir mishæðir á brautinni þær verstu sem hann hefur kynnst í Formúlu 1. Sjá mátti bílanna skoppa um brautina, þegar hlífðarplötur rákust upp undir bílanna og eldglæringar stóðu afturúr þeim. ,,Við þurfum að breyta uppsetningu bílanna verulega svo þeir rekist ekki niður. En þetta er bara hluti af mótinu", sagði Robert Kubica. Þá skapaðist oftar einu sinni hætta í dag þegar ökumenn voru að aka út á brautina af þjónustusvæði eða inn á það. Líklegt er að útfærslan verði löguð fyrir kappaksturinn, enda um mikið hættuspil að ræða ef það gengur ekki eftir. Það mál er í höndum FIA. Þriðja æfing keppnisliða er á laugardagsmorgun og tímatakan eftir hádegi.Sjá ummæli ökumanna
Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira