Lækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum 23. maí 2008 09:40 Miðlarar að störfum í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. Mynd/AFP Það er langt í frá hefðbundinn föstudagur á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag en gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað í álfunni á þessum síðasta degi vikunnar. Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð eftir miðja vikuna eftir að olíuverðið rauk yfir 135 dali á tunnu. Það lækkaði lítillega í gær og jafnaði hlutabréfamarkaðurinn vestanhafs sig nokkuð í kjölfarið eftir lækkun í tvo daga á undan. Olíuverðið stendur nú í rúmum 131 dal á tunnu og hefur það hækkað um 40 prósent frá áramótum. Breska ríkisútvarpið segir að útlit sé fyrir að sá verðmiði muni ekki standa lengi og geti hann farið aftur upp á næstunni. FTSE-hlutabréfavísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 0,53 prósent það sem af er viðskiptadagsins. Þá hefur Dax-vísitalan í Þýskalandi lækkað um 0,35 prósent og Cac 40-vísitalan í Frakklandi lækkað um tæpt prósent. Svipaða sögu er að segja af norrænum hlutabréfamörkuðum en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX40 hefur lækkað um rúm 0,6 prósent frá því viðskipti hófust í morgun. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði hins vegar um 0,24 prósent í enda viðskiptadagsins í morgun. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Það er langt í frá hefðbundinn föstudagur á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag en gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað í álfunni á þessum síðasta degi vikunnar. Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð eftir miðja vikuna eftir að olíuverðið rauk yfir 135 dali á tunnu. Það lækkaði lítillega í gær og jafnaði hlutabréfamarkaðurinn vestanhafs sig nokkuð í kjölfarið eftir lækkun í tvo daga á undan. Olíuverðið stendur nú í rúmum 131 dal á tunnu og hefur það hækkað um 40 prósent frá áramótum. Breska ríkisútvarpið segir að útlit sé fyrir að sá verðmiði muni ekki standa lengi og geti hann farið aftur upp á næstunni. FTSE-hlutabréfavísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 0,53 prósent það sem af er viðskiptadagsins. Þá hefur Dax-vísitalan í Þýskalandi lækkað um 0,35 prósent og Cac 40-vísitalan í Frakklandi lækkað um tæpt prósent. Svipaða sögu er að segja af norrænum hlutabréfamörkuðum en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX40 hefur lækkað um rúm 0,6 prósent frá því viðskipti hófust í morgun. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði hins vegar um 0,24 prósent í enda viðskiptadagsins í morgun.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira