Schumacher: Hamilton getur slegið metið mitt 27. október 2008 09:33 NordicPhotos/GettyImages Michael Schumacher segist hafa trú á því að Lewis Hamilton geti slegið metið hans yfir fjölda meistaratitla í Formúlu 1. Bretinn ungi getur tryggt sér sinn fyrsta titil í Brasilíukappakstrinum um næstu helgi. Schumacher varnn á sínum tíma sjö meistaratitla sem ökumaður og hinn 39 ára Þjóðverji sat fyrir svörum í þættinum Inside Sport á BBC sem sýndur verður í kvöld. "Já, ég held að Hamilton geti slegið metið mitt, ekki spurning," sagði Schumacher. "Enginn hélt að ég gæti slegið met Juan Manuel Fangio á sínum tíma - ekki einu sinni ég sjálfur." Schumacher segist alveg rólegur yfir því að sjá á eftir meti sínu einn daginn, en fékkst ekki til að segja hvort sér þætti Hamilton besti ökumaðurinn í dag. "Það segir sína sögu hvað Hamilton hefur gert á stuttum tíma og hann náði strax að setja aukna pressu á tvöfaldan meistara Fernando Alonso. Er hann sá besti eða ekki? Er hann betri en Massa eða ekki? Það er ekki alltaf hægt að benda á einn mann og skera úr um það," sagði fyrrum meistarinn. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher segist hafa trú á því að Lewis Hamilton geti slegið metið hans yfir fjölda meistaratitla í Formúlu 1. Bretinn ungi getur tryggt sér sinn fyrsta titil í Brasilíukappakstrinum um næstu helgi. Schumacher varnn á sínum tíma sjö meistaratitla sem ökumaður og hinn 39 ára Þjóðverji sat fyrir svörum í þættinum Inside Sport á BBC sem sýndur verður í kvöld. "Já, ég held að Hamilton geti slegið metið mitt, ekki spurning," sagði Schumacher. "Enginn hélt að ég gæti slegið met Juan Manuel Fangio á sínum tíma - ekki einu sinni ég sjálfur." Schumacher segist alveg rólegur yfir því að sjá á eftir meti sínu einn daginn, en fékkst ekki til að segja hvort sér þætti Hamilton besti ökumaðurinn í dag. "Það segir sína sögu hvað Hamilton hefur gert á stuttum tíma og hann náði strax að setja aukna pressu á tvöfaldan meistara Fernando Alonso. Er hann sá besti eða ekki? Er hann betri en Massa eða ekki? Það er ekki alltaf hægt að benda á einn mann og skera úr um það," sagði fyrrum meistarinn.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira