Evruskráning tefst enn um sinn 3. desember 2008 00:01 Kauphöllin í haustlitunum. Mynd/GVA „Eins og reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti eru núna þá eru þau hindrun fyrir skráningu hlutafjár í evrur," segir Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands. Unnið hefur verið að því í um tvö ár að gera íslenskum fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina kleift að skrá hlutafé sitt í evrur. Bankarnir, ekki síst Kaupþing, þrýstu mjög á málið í fyrra, og voru horfur á að ná málinu í gegn um miðjan síðasta mánuð. Finnski seðlabankinn átti að sjá um evruuppgjörið. Þær áætlanir fóru út um þúfur við hrun bankanna í byrjun október. Stefnan var sett á fyrstu vikur næsta árs. Reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti, sem samþykkt voru á Alþingi aðfaranótt föstudags í síðustu viku, settu strik í reikninginn á ný. Í reglunum er skýrt kveðið á um að óheimilt sé að gefa út og selja verðbréf, hlutdeildarskírteini verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, peningamarkaðsskjöl eða aðra framseljanlega fjármálagerninga sem ekki eru í krónum. „Við sjáum ekki hvernig það gengi eftir óbreyttum reglum," segir Einar og bætir við að vinnu Verðbréfaskráningar verði ekki hætt þrátt fyrir þetta. Væntanlega verði sótt um undanþágu vegna þessa. „Við gerum okkur svo vonir um að gjaldeyrishömlurnar verði endurskoðaðar í síðasta lagi í mars, hugsanlega fyrr ef aðstæður leyfa," segir Einar. Alfesca er eitt þeirra félaga sem langt er komið með evruskráningu hlutabréfa og hefur beðið þess lengi. „Ástandið er nú orðið svo erfitt og flókið að ég sé ekki lausnir á málinu í nánustu framtíð," segir Ólafur Ólafsson, stjórnaformaður félagsins. Markaðir Viðskipti Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira
„Eins og reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti eru núna þá eru þau hindrun fyrir skráningu hlutafjár í evrur," segir Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands. Unnið hefur verið að því í um tvö ár að gera íslenskum fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina kleift að skrá hlutafé sitt í evrur. Bankarnir, ekki síst Kaupþing, þrýstu mjög á málið í fyrra, og voru horfur á að ná málinu í gegn um miðjan síðasta mánuð. Finnski seðlabankinn átti að sjá um evruuppgjörið. Þær áætlanir fóru út um þúfur við hrun bankanna í byrjun október. Stefnan var sett á fyrstu vikur næsta árs. Reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti, sem samþykkt voru á Alþingi aðfaranótt föstudags í síðustu viku, settu strik í reikninginn á ný. Í reglunum er skýrt kveðið á um að óheimilt sé að gefa út og selja verðbréf, hlutdeildarskírteini verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, peningamarkaðsskjöl eða aðra framseljanlega fjármálagerninga sem ekki eru í krónum. „Við sjáum ekki hvernig það gengi eftir óbreyttum reglum," segir Einar og bætir við að vinnu Verðbréfaskráningar verði ekki hætt þrátt fyrir þetta. Væntanlega verði sótt um undanþágu vegna þessa. „Við gerum okkur svo vonir um að gjaldeyrishömlurnar verði endurskoðaðar í síðasta lagi í mars, hugsanlega fyrr ef aðstæður leyfa," segir Einar. Alfesca er eitt þeirra félaga sem langt er komið með evruskráningu hlutabréfa og hefur beðið þess lengi. „Ástandið er nú orðið svo erfitt og flókið að ég sé ekki lausnir á málinu í nánustu framtíð," segir Ólafur Ólafsson, stjórnaformaður félagsins.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira