Viðskipti innlent

Bakkavör hækkar - annað á niðurleið

Bakkabræður.
Bakkabræður. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 3,74 prósent í Kauphöllinni það sem af er dags. Gengi bréfanna hefur rokið upp síðasta mánuðinn, eða um 80 prósent.

Að öðru leyti hefur gengi bréfa lækkað á hlutabréfamarkaði hér.

Gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hefur fallið um 18,58 prósent, Atorka fallið um 9,09 prósente, bréf Færeyjabanka hafa lækkað um 1,16 prósent, Össurar um 0,84 prósent og Marel Food Systems um 0,53 prósent.

Viðskipti það sem af er dags eru sautján talsins upp á 77,4 milljónir króna.

Úrvalsvísitalan stendur næsta óbreytt frá í gær, hefur lækkað um 0,02 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×