Breytt hlutverk ríkisvaldsins? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 2. október 2008 07:30 Tónninn hefur breyst verulega þegar talað er um samskipti ríkisvaldsins og fjármálalífsins. Ekki fyrir svo löngu voru háværustu raddirnar þær að ríkisvaldið ætti að láta fjármálaheiminn sem mest í friði, markaðurinn myndi sjá um sig sjálfur ef ríkið léti sér nægja að leggja upp með grunnleikreglurnar, sem ættu að vera sem fæstar og einfaldastar. Nú er, með réttu, kallað á götum úti; hvar er ríkisstjórnin og hvað er hún að gera? Þessi viðsnúningur er ekki bara íslenskur, heldur fylgifiskur alþjóðlegu fjármálakrísunnar. Án þess að vilja bera þessa krísu saman við heimskreppuna á fjórða áratug síðustu aldar, er verið að velta því upp hvort sú staða sem uppi er núna geti haft einhver þau áhrif á hugmyndafræði stjórnmálamanna, líkt og heimskreppan gerði. Þá vék hugmyndafræðin um tiltölulega óhefta frjálshyggju fyrir keynesískri hagfræði um hvað fjárlagafrumvarpið sem fjármálaráðherra kynnti í gær er gott dæmi. Þeir svartsýnustu spá endalokum kapítalismans eins og við þekkjum hann en flestir þeir sem halda ró sinni sjá að ekki er að vænta slíkra ofsafenginna breytinga við krísunni. Líklegustu afleiðingar þessarar krísu er krafa um öruggari fjármögnun, sem þýðir að nokkuð langt getur liðið þar til lánastofnanir fara að taka slíka áhættu eins og gerðist í síðustu uppsveiflu. Vegna þess að flestir gera sér grein fyrir því hve mikilvægt það er fyrir fjármálakerfið, og þá jafnt fyrir stóra fjárfesta sem einstaklinga með sínar litlu fjárfestingar og skuldir, að það sé gott flæði fjármagns, er ólíklegt að ríkisstjórnir muni gjörbreyta lagaumhverfinu sem fjármálastofnanir vinna eftir. Það vill enginn í raun snúa aftur til tíma hafta og innilokunar. Ef litið er til stjórnmála er sterkur möguleiki á vinstrisveiflu í kjölfar fjármálakrísunnar. Vegna þess hve mikil áhrif hún hefur á einstaklinga, sem sjá fram á atvinnuleysi, verðbólgu og þrengingar, er ekki ólíklegt að kjósendur vilji á einhvern hátt refsa stóru og óábyrgu fjárfestunum sem komu okkur í þessa stöðu. Fyrst það er ekki hægt í kosningum er næstbesta leiðin að refsa þeim sem vörðu hve harðast óheft markaðskerfi; hægri menn. Þá ber líka að líta til þess að stjórnmálamiðjan hefur færst mikið til hægri á undanförnum áratugum og þó svo að miðjan færist aðeins til vinstri, verður ekki snúið aftur til einhvers konar kaldastríðsástands. Milljarðar hafa gufað upp í íslensku fjármálakerfi, er þá ótalið þær gígantísku fjárhæðir sem hafa horfið á alþjóðamörkuðum. Slíkar vendingar og áhrif þeirra á líf einstaklinga munu hafa áhrif á hvernig ríkisstjórnir líta á markaðinn. Fjármálamarkaðurinn má í framtíðinni samt ekki líða fyrir hefnigirni gagnvart fjárfestum sem gengu of langt að þessu sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Tónninn hefur breyst verulega þegar talað er um samskipti ríkisvaldsins og fjármálalífsins. Ekki fyrir svo löngu voru háværustu raddirnar þær að ríkisvaldið ætti að láta fjármálaheiminn sem mest í friði, markaðurinn myndi sjá um sig sjálfur ef ríkið léti sér nægja að leggja upp með grunnleikreglurnar, sem ættu að vera sem fæstar og einfaldastar. Nú er, með réttu, kallað á götum úti; hvar er ríkisstjórnin og hvað er hún að gera? Þessi viðsnúningur er ekki bara íslenskur, heldur fylgifiskur alþjóðlegu fjármálakrísunnar. Án þess að vilja bera þessa krísu saman við heimskreppuna á fjórða áratug síðustu aldar, er verið að velta því upp hvort sú staða sem uppi er núna geti haft einhver þau áhrif á hugmyndafræði stjórnmálamanna, líkt og heimskreppan gerði. Þá vék hugmyndafræðin um tiltölulega óhefta frjálshyggju fyrir keynesískri hagfræði um hvað fjárlagafrumvarpið sem fjármálaráðherra kynnti í gær er gott dæmi. Þeir svartsýnustu spá endalokum kapítalismans eins og við þekkjum hann en flestir þeir sem halda ró sinni sjá að ekki er að vænta slíkra ofsafenginna breytinga við krísunni. Líklegustu afleiðingar þessarar krísu er krafa um öruggari fjármögnun, sem þýðir að nokkuð langt getur liðið þar til lánastofnanir fara að taka slíka áhættu eins og gerðist í síðustu uppsveiflu. Vegna þess að flestir gera sér grein fyrir því hve mikilvægt það er fyrir fjármálakerfið, og þá jafnt fyrir stóra fjárfesta sem einstaklinga með sínar litlu fjárfestingar og skuldir, að það sé gott flæði fjármagns, er ólíklegt að ríkisstjórnir muni gjörbreyta lagaumhverfinu sem fjármálastofnanir vinna eftir. Það vill enginn í raun snúa aftur til tíma hafta og innilokunar. Ef litið er til stjórnmála er sterkur möguleiki á vinstrisveiflu í kjölfar fjármálakrísunnar. Vegna þess hve mikil áhrif hún hefur á einstaklinga, sem sjá fram á atvinnuleysi, verðbólgu og þrengingar, er ekki ólíklegt að kjósendur vilji á einhvern hátt refsa stóru og óábyrgu fjárfestunum sem komu okkur í þessa stöðu. Fyrst það er ekki hægt í kosningum er næstbesta leiðin að refsa þeim sem vörðu hve harðast óheft markaðskerfi; hægri menn. Þá ber líka að líta til þess að stjórnmálamiðjan hefur færst mikið til hægri á undanförnum áratugum og þó svo að miðjan færist aðeins til vinstri, verður ekki snúið aftur til einhvers konar kaldastríðsástands. Milljarðar hafa gufað upp í íslensku fjármálakerfi, er þá ótalið þær gígantísku fjárhæðir sem hafa horfið á alþjóðamörkuðum. Slíkar vendingar og áhrif þeirra á líf einstaklinga munu hafa áhrif á hvernig ríkisstjórnir líta á markaðinn. Fjármálamarkaðurinn má í framtíðinni samt ekki líða fyrir hefnigirni gagnvart fjárfestum sem gengu of langt að þessu sinni.