Fótbolti

Fangaklefar á fótboltavöllum

NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu hafa þurft að horfa upp á áframhaldandi uppþot í kring um leiki í deildinni þrátt fyrir að öryggisgæsla hafi verið hert til muna síðustu misseri.

Forseti ítölsku deildarinnar, Antonio Matarrese, vill ganga enn lengra í öryggismálum en verið hefur og kom fram með umdeilda hugmynd í gær. Fangaklefa á fótboltavöllum.

"Ef nauðsyn krefur, held ég að við ættum að koma fyrir fangaklefum á knattspyrnuleikvöngum svo hægt sé að setja glæpamenn strax á bak við lás og slá," sagði forsetinn.

Uppástunga Matarrese kemur í kjölfar þess að stuðningsmenn Roma og Napoli voru með ólæti strax í fyrstu umferðinni í A-deildinni.

Fyrir tveimur árum lét lögreglumaður lífið fyrir utan heimavöll Catania eftir átök milli stuðningsmanna Catania og Palermo á Sikiley.

Í síðasta ári lést stuðningsmaður Lazio í átökum við lögreglu eftir að til átaka kom eftir knattspyrnuleik.

Þegar hefur verið boðað til aðgerða á Ítalíu þar sem blása á auknu lífi í herferðir gegn ofbeldi tengdu knattspyrnuleikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×