Jose Mourinho og félagar í Inter réttu úr kútnum eftir tap á heimavelli í Meistaradeildinni í vikunni með 2-1 sigri á Napoli í dag. Sulley Muntari skoraði annan deildarleikinn í röð og auk hans var Ivan Cordoba á skotskónum.
Inter hefur því náð sex stiga forystu í deildinni á ný en Milan á leik til góða og getur minnkað forskotið með sigri á Palermo í kvöld.
Juventus er í þriðja sæti eftir 4-0 sigur á Reggina í gær.
Roma er eitthvað að rétta úr kútnum eftir skelfilega byrjun og vann þriðja deildarleikin í röð í dag með 1-0 útisigri á Fiorentina. Francesco Totti fyrirliði skoraði markið.
Inter Milan 2 - 1 Napoli
1-0 I. Córdoba ('16)
2-0 S. Muntari ('24)
2-1 E. Lavezzi ('36)
Atalanta 2 - 0 Lazio
1-0 J. Valdés ('54)
2-0 S. Floccari ('68)
Cagliari 1 - 0 Sampdoria
1-0 Jeda ('48)
Genoa 1 - 1 Bologna
1-0 G. Sculli ('55)
1-1 M. Di Vaio ('63)
Roma 1 - 0 Fiorentina
1-0 F. Totti ('59)
Siena 1 - 0 Torino
1-0 M. Maccarone ('19)
Udinese 0 - 1 Chievo
0-1 Felipe ('87, sjálfsmark)