Fótbolti

Mourinho segist óvinsæll á Ítalíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mourinho, stjóri Inter á Ítalíu.
Mourinho, stjóri Inter á Ítalíu. Nordic Photos / AFP

Jose Mourinho segir að Ítalir séu ekki hrifnir af sér og segist gagnrýndur fyrir hvað sem hann tekur sér fyrir hendur.

Hann segist afar óánægður með þau viðbrögð sem hann fékk á Reggio Calabria, heimavelli Reggina, þegar hann gaf ungum fötluðum stuðningsmanni róðukross.

„Ég er ekki vinsæll á Ítalíu. Það sem gerðist á Reggio Calabria er dæmigert fyrir þá meðferð sem ég þarf að þola á Ítalíu," sagði Mourinho.

„Ég gaf ungum strák róðukross sem ég hef verið með síðan ég vann Meistaradeildina en ég var gagnrýndur um leið. Fólk hélt því fram að ég hafi gert eitthvað slæmt. Það leyfir mér ekki að njóta vafans."

Mourinho segist þó ekki ætla að breyta neinu í sínu fari. „Ítalía mun ekki breyta mér eða minni menningu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×