Hvaðan koma peningarnir? Þorvaldur Gylfason skrifar 11. september 2008 00:01 Fáar spurningar hafa verið lagðar jafnoft fyrir mig að undanförnu hvar sem ég kem. Danir spyrja: hvaðan komu peningarnir, sem gerðu Íslendingum kleift að kaupa hvert fyrirtækið á fætur öðru í Danmörku? - Magasin du Nord, Illum, Hotel d'Angleterre. Finnar spyrja: hvaðan komu peningarnir til að kaupa stóran hlut í Finnair? Bandaríkjamenn spyrja: hvaðan komu peningarnir til að kaupa níu prósenta hlut í American Airlines, stærsta flugfélagi heims í vélum talið (nærri þúsund vélar)? Bretar spurðu sömu spurningar. Ritstjóri Financial Times velti spurningunni fyrir sér í blaði sínu. Erlendir seðlabankastjórar hafa spurt mig um sama. Út á krítSvarið, sem ég hef getað gefið hingað til, er þetta: Greiðslujafnaðarbókhald Seðlabanka Íslands fylgir alþjóðlegum reglum og stöðlum og virðist gefa nokkurn veginn rétta mynd af raunveruleikanum. Bókhaldið sýnir, að Íslendingar keyptu fyrirtæki fyrir erlent lánsfé, það er út á krít, og sumpart fyrir söluhagnað af fyrri viðskiptum og myndarlega ávöxtun erlends hlutafjár.Viðskiptabankarnir höfðu milligöngu um vænan hluta þessara viðskipta og uxu svo hratt, að eignir þeirra urðu á skömmum tíma mun meiri í hlutfalli við landsframleiðslu hér heima en jafnvel í Sviss, rótgróinni fjármálamiðstöð, þar sem hlutfallið er næsthæst í heimi. Það er að vísu álitamál, hvort innlend landsframleiðsla er eðlileg viðmiðun, þar eð bankarnir sækja um helming tekna sinna til útlanda.Hvað um það, yfirlit Seðlabankans hafa sýnt, að viðskiptahallinn - innflutningur á vörum og þjónustu langt umfram útflutningstekjur - hefur verið brúaður með erlendri lántöku, einkum með lántöku bankanna til skamms tíma, langt umfram erlenda eignasöfnun. Bókhaldið virtist stemma. Ofmetnar eignir?Tölur Seðlabankans sýna, að tekjur Íslendinga af ávöxtun erlends hlutafjár tífölduðust frá 2004 til 2007. Seðlabankinn hefur samt verið gagnrýndur fyrir að ýkja viðskiptahallann með því að vanmeta eignamyndun Íslendinga í útlöndum og þá um leið tekjur af þessum eignum.Það er þekkt fyrirbrigði í bankaviðskiptum, að þeir, sem kaupa eignir erlendis, geta haft hag af að ofmeta eignirnar til að geta þá tekið enn meiri lán en ella með ofmetnar eignir að veði, einkum þegar mikið af ódýru lánsfé er í boði. Erlendar skuldir eru á hinn bóginn auðmetnar, því að lánardrottnar hafa hag af að halda útistandandi skuldum til haga; rísi vafi, dugir að spyrja þá. Jafnvel þótt Seðlabankinn kunni að hafa vanmetið erlendar eignir Íslendinga og tekjur af þeim, má grunur um slíkt vanmat ekki byrgja mönnum sýn á þá grafalvarlegu stöðu, sem upp er komin í íslenzku efnahagslífi. Seðlabankinn verður að geta svaraðUndangengin ár hafa yfirlit Seðlabankans um greiðslujöfnuð sýnt, hvernig innstreymi erlends lánsfjár hefur brúað bilið milli innflutnings og útflutnings og milli skuldasöfnunar erlendis og eignamyndunar. Nú bregður allt í einu svo við, að talsvert innstreymi lánsfjár í gegn um viðskiptabankana á fyrsta ársfjórðungi snýst upp í gríðarlegt útstreymi á öðrum ársfjórðungi. Með öðrum orðum: viðskiptahallinn er enn sem fyrr mikill að vexti, en Seðlabankinn getur nú ekki lengur gert grein fyrir fjármögnun hans. Ef erlent lánsfé er hætt að brúa bilið, hvað kom í staðinn?Gjaldeyrisforði Seðlabankans rýrnaði verulega á öðrum ársfjórðungi, en rýrnun hans fyllir þó aðeins lítinn hluta eyðunnar. Af þessu leiðir, að liðurinn „skekkjur og vantalið" í yfirliti Seðlabankans er nú jafnmikill gervöllum innflutningi á vörum og þjónustu þessa þrjá mánuði apríl, maí og júní 2008. Svo stór glufa hefur mér vitanlega aldrei áður myndazt í yfirliti nokkurs seðlabanka á byggðu bóli um stöðu þjóðarbúsins gagnvart umheiminum. Það er makalaust og með ólíkindum, að Seðlabankinn skuli láta slíkar tölur frá sér fara, enda eru þær til þess fallnar að grafa undan tiltrú á íslenzku efnahagslífi við erfiðar aðstæður.Bankanum stoðar ekki að skella skuldinni á fyrirtæki og banka, sem telja gjaldeyrisviðskipti sín ekki rétt fram eða tímanlega. Bankastjórninni er ekki heldur sæmandi að vísa málinu til undirmanna í bankanum. Seðlabankinn verður að geta svarað spurningunni: hvaðan koma peningarnir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun
Fáar spurningar hafa verið lagðar jafnoft fyrir mig að undanförnu hvar sem ég kem. Danir spyrja: hvaðan komu peningarnir, sem gerðu Íslendingum kleift að kaupa hvert fyrirtækið á fætur öðru í Danmörku? - Magasin du Nord, Illum, Hotel d'Angleterre. Finnar spyrja: hvaðan komu peningarnir til að kaupa stóran hlut í Finnair? Bandaríkjamenn spyrja: hvaðan komu peningarnir til að kaupa níu prósenta hlut í American Airlines, stærsta flugfélagi heims í vélum talið (nærri þúsund vélar)? Bretar spurðu sömu spurningar. Ritstjóri Financial Times velti spurningunni fyrir sér í blaði sínu. Erlendir seðlabankastjórar hafa spurt mig um sama. Út á krítSvarið, sem ég hef getað gefið hingað til, er þetta: Greiðslujafnaðarbókhald Seðlabanka Íslands fylgir alþjóðlegum reglum og stöðlum og virðist gefa nokkurn veginn rétta mynd af raunveruleikanum. Bókhaldið sýnir, að Íslendingar keyptu fyrirtæki fyrir erlent lánsfé, það er út á krít, og sumpart fyrir söluhagnað af fyrri viðskiptum og myndarlega ávöxtun erlends hlutafjár.Viðskiptabankarnir höfðu milligöngu um vænan hluta þessara viðskipta og uxu svo hratt, að eignir þeirra urðu á skömmum tíma mun meiri í hlutfalli við landsframleiðslu hér heima en jafnvel í Sviss, rótgróinni fjármálamiðstöð, þar sem hlutfallið er næsthæst í heimi. Það er að vísu álitamál, hvort innlend landsframleiðsla er eðlileg viðmiðun, þar eð bankarnir sækja um helming tekna sinna til útlanda.Hvað um það, yfirlit Seðlabankans hafa sýnt, að viðskiptahallinn - innflutningur á vörum og þjónustu langt umfram útflutningstekjur - hefur verið brúaður með erlendri lántöku, einkum með lántöku bankanna til skamms tíma, langt umfram erlenda eignasöfnun. Bókhaldið virtist stemma. Ofmetnar eignir?Tölur Seðlabankans sýna, að tekjur Íslendinga af ávöxtun erlends hlutafjár tífölduðust frá 2004 til 2007. Seðlabankinn hefur samt verið gagnrýndur fyrir að ýkja viðskiptahallann með því að vanmeta eignamyndun Íslendinga í útlöndum og þá um leið tekjur af þessum eignum.Það er þekkt fyrirbrigði í bankaviðskiptum, að þeir, sem kaupa eignir erlendis, geta haft hag af að ofmeta eignirnar til að geta þá tekið enn meiri lán en ella með ofmetnar eignir að veði, einkum þegar mikið af ódýru lánsfé er í boði. Erlendar skuldir eru á hinn bóginn auðmetnar, því að lánardrottnar hafa hag af að halda útistandandi skuldum til haga; rísi vafi, dugir að spyrja þá. Jafnvel þótt Seðlabankinn kunni að hafa vanmetið erlendar eignir Íslendinga og tekjur af þeim, má grunur um slíkt vanmat ekki byrgja mönnum sýn á þá grafalvarlegu stöðu, sem upp er komin í íslenzku efnahagslífi. Seðlabankinn verður að geta svaraðUndangengin ár hafa yfirlit Seðlabankans um greiðslujöfnuð sýnt, hvernig innstreymi erlends lánsfjár hefur brúað bilið milli innflutnings og útflutnings og milli skuldasöfnunar erlendis og eignamyndunar. Nú bregður allt í einu svo við, að talsvert innstreymi lánsfjár í gegn um viðskiptabankana á fyrsta ársfjórðungi snýst upp í gríðarlegt útstreymi á öðrum ársfjórðungi. Með öðrum orðum: viðskiptahallinn er enn sem fyrr mikill að vexti, en Seðlabankinn getur nú ekki lengur gert grein fyrir fjármögnun hans. Ef erlent lánsfé er hætt að brúa bilið, hvað kom í staðinn?Gjaldeyrisforði Seðlabankans rýrnaði verulega á öðrum ársfjórðungi, en rýrnun hans fyllir þó aðeins lítinn hluta eyðunnar. Af þessu leiðir, að liðurinn „skekkjur og vantalið" í yfirliti Seðlabankans er nú jafnmikill gervöllum innflutningi á vörum og þjónustu þessa þrjá mánuði apríl, maí og júní 2008. Svo stór glufa hefur mér vitanlega aldrei áður myndazt í yfirliti nokkurs seðlabanka á byggðu bóli um stöðu þjóðarbúsins gagnvart umheiminum. Það er makalaust og með ólíkindum, að Seðlabankinn skuli láta slíkar tölur frá sér fara, enda eru þær til þess fallnar að grafa undan tiltrú á íslenzku efnahagslífi við erfiðar aðstæður.Bankanum stoðar ekki að skella skuldinni á fyrirtæki og banka, sem telja gjaldeyrisviðskipti sín ekki rétt fram eða tímanlega. Bankastjórninni er ekki heldur sæmandi að vísa málinu til undirmanna í bankanum. Seðlabankinn verður að geta svarað spurningunni: hvaðan koma peningarnir?
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun