Fótbolti

Loksins sigur hjá Reggina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik með Reggina.
Úr leik með Reggina. Nordic Photos / AFP
Emil Hallfreðsson og félagar í Reggina unnu sinn fyrsta sigur í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Reggina vann 2-0 sigur á Lecce á heimavelli en er þó enn í botnsæti deildarinnar en nú með fimm stig eftir átta leiki.

Emil var reyndar ekki í leikmannahópi liðsins í dag og er það í öðrum leiknum í röð sem svo er. Hann kom við sögu í fyrstu fimm leikjum tímabilsins, þar af í þremur sem byrjunarliðsmaður og var í leikmannahópnum í því sjötta.

Udinese kom sér á topp deildairnnar með 3-1 sigri á Roma á sama tíma og Inter gerði markalaust jafntefli við Genoa.

Udinese og Inter eru bæði með sautján stig, rétt eins og Napoli sem vann 1-0 sigur á Lazio á útivelli í dag.

AC Milan er svo í fjórða sæti deildarinnar með sextán stig eftir 1-0 sigur á Atalanta í dag. Kaka skoraði eina mark leiksins á 80. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×