Hlaup, dans og skrif 4. júní 2008 00:01 Þóra Helgadóttir Segir að þegar hún eigi tíma aflögu megi ósjaldan finna sig á kaffihúsum Lundúna með nokkrar bækur og blöð sér við hlið. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA „Þegar kemur að frístundum er af mörgu að taka en fyrst verð ég að nefna hlaupin. Ég byrjaði fyrst að hlaupa þegar ég var í námi í London árið 2005. Nú á ég eitt heilt og nokkur hálf maraþon að baki. Stefnan er tekin á að bæta tímann í hálfu maraþoni nú í haust í Bretlandi,“ segir Þóra Helgadóttir hagfræðingur, sem nú starfar hjá Singer og Friedlander í Lundúnum. Hún segist njóta þess að vakna snemma á morgnana og hlaupa niður að Thames. „Það er uppörvandi að fylgjast með Lundúnaborg vakna til lífsins, hvort sem það eru róðrarklúbbarnir að þeysast upp ána eða vallarstarfsmenn Fulham að undirbúa daginn. Útsýnið af Hammersmith-brúnni er ekki af verri endanum. Á miðvikudögum hleyp ég hins vegar með strákunum hjá Kaupþingi London í Hyde Park í hádeginu. Þar er keppt við klukkuna en þrátt fyrir að hafa leyft stelpu að ganga í hópinn hefur ekki hægt á okkur. Þegar ég vil algjörlega gleyma stað og stund veit ég fátt betra en að detta inn í Dance Works í London og skella mér í modern jazz-tíma. Ég stundaði dansnám og kenndi síðar hja JSB í mörg ár og því er dansinn mér alltaf kær,“ segir Þóra. Auk þess segist hún hafa gaman af lestri góðra bóka og segir smekkinn á því sviði mjög fjölbreyttan. „Það má ósjaldan finna mig á kaffihúsum borgarinnar þegar ég hef tíma aflögu með nokkrar bækur og blöð mér við hlið. Ég hef einnig gaman af því að munda pennann sjálf. Hingað til hafa skrif mín aðallega tengst fjármálum og hagfræði. Í vetur skellti ég mér hins vegar á námskeið í skapandi skrifum hjá City University. Það var virkilega ánægjuleg lífsreynsla og kynntist ég þar mjög áhugaverðu fólki. Ég hef nú einhverjar efasemdir um að ég og skáldagyðjan séum í takt en það má búast við að skúffuverkum fjölgi á næstunni.“ Með rísandi sól stefnir Þóra að því að taka sér nýja hluti fyrir hendur og segir hún að af mörgu sé að taka. „Þar sem ég bý nú við hliðina á tennisklúbbi hennar hátignar ætla ég að reyna að taka upp tennisspaða í sumar og ef til vill skrá mig á námskeið. Nýju gönguskórnir mínir standa líka ónotaðir inni í herbergi og er ég að bíða eftir rétta tækifærinu til að vígja þá,“ segir Þóra að lokum. Héðan og þaðan Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
„Þegar kemur að frístundum er af mörgu að taka en fyrst verð ég að nefna hlaupin. Ég byrjaði fyrst að hlaupa þegar ég var í námi í London árið 2005. Nú á ég eitt heilt og nokkur hálf maraþon að baki. Stefnan er tekin á að bæta tímann í hálfu maraþoni nú í haust í Bretlandi,“ segir Þóra Helgadóttir hagfræðingur, sem nú starfar hjá Singer og Friedlander í Lundúnum. Hún segist njóta þess að vakna snemma á morgnana og hlaupa niður að Thames. „Það er uppörvandi að fylgjast með Lundúnaborg vakna til lífsins, hvort sem það eru róðrarklúbbarnir að þeysast upp ána eða vallarstarfsmenn Fulham að undirbúa daginn. Útsýnið af Hammersmith-brúnni er ekki af verri endanum. Á miðvikudögum hleyp ég hins vegar með strákunum hjá Kaupþingi London í Hyde Park í hádeginu. Þar er keppt við klukkuna en þrátt fyrir að hafa leyft stelpu að ganga í hópinn hefur ekki hægt á okkur. Þegar ég vil algjörlega gleyma stað og stund veit ég fátt betra en að detta inn í Dance Works í London og skella mér í modern jazz-tíma. Ég stundaði dansnám og kenndi síðar hja JSB í mörg ár og því er dansinn mér alltaf kær,“ segir Þóra. Auk þess segist hún hafa gaman af lestri góðra bóka og segir smekkinn á því sviði mjög fjölbreyttan. „Það má ósjaldan finna mig á kaffihúsum borgarinnar þegar ég hef tíma aflögu með nokkrar bækur og blöð mér við hlið. Ég hef einnig gaman af því að munda pennann sjálf. Hingað til hafa skrif mín aðallega tengst fjármálum og hagfræði. Í vetur skellti ég mér hins vegar á námskeið í skapandi skrifum hjá City University. Það var virkilega ánægjuleg lífsreynsla og kynntist ég þar mjög áhugaverðu fólki. Ég hef nú einhverjar efasemdir um að ég og skáldagyðjan séum í takt en það má búast við að skúffuverkum fjölgi á næstunni.“ Með rísandi sól stefnir Þóra að því að taka sér nýja hluti fyrir hendur og segir hún að af mörgu sé að taka. „Þar sem ég bý nú við hliðina á tennisklúbbi hennar hátignar ætla ég að reyna að taka upp tennisspaða í sumar og ef til vill skrá mig á námskeið. Nýju gönguskórnir mínir standa líka ónotaðir inni í herbergi og er ég að bíða eftir rétta tækifærinu til að vígja þá,“ segir Þóra að lokum.
Héðan og þaðan Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira