Force India að semja við Mercedes 23. október 2008 09:49 Force India liðið er staðsett í Bretlandi en er í eigu milljarðamæringsins indverska Vijay Mallay. mynd: kappakstur.is Milljarðamæringurinn Vijay Mallay segir að Force India lið sitt sé á góðri leið með að klára samning við Mercedes um vélakaup fyrir næsta ár. Force India hefur notað Ferrari vélar til þessa. Ferrari sér í dag Torro Rosso og Force India liðinu fyrir vélum og það hefur veirð búbót fyrir Ferrari að selja vélar frá sér. En nú vill Mallay fá Mercedes vélar og þær verða í boði á 10 miljónir evra á næsta ári, samkvæmt nýju samkomulagi sem FIA og keppnislið gerðu með sér í vikunni. Lið sem frameliða vélar geta keypt 25 vélar á ári hverji, en 2009 verða vélar að endast þrjú mót í stað tveggja í ár. Þetta samkomulag er gert til að minnka kostnað og til að gefa efnaminni liðum færi á vélum fyrir minni peninga en ella. Mercedes vélin hefur reynst traustari en Ferrari vélin, en þó bilaði vélin í Japan hjá Heikki Kovalainen. Bretinn Mike Gascoyne hannar bíla Force India fyrir næsta ár. Giancarlo Fisichella og Adrian Sutil hafa verið staðfestir sem ökumenn Force India á næsta ári. Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Milljarðamæringurinn Vijay Mallay segir að Force India lið sitt sé á góðri leið með að klára samning við Mercedes um vélakaup fyrir næsta ár. Force India hefur notað Ferrari vélar til þessa. Ferrari sér í dag Torro Rosso og Force India liðinu fyrir vélum og það hefur veirð búbót fyrir Ferrari að selja vélar frá sér. En nú vill Mallay fá Mercedes vélar og þær verða í boði á 10 miljónir evra á næsta ári, samkvæmt nýju samkomulagi sem FIA og keppnislið gerðu með sér í vikunni. Lið sem frameliða vélar geta keypt 25 vélar á ári hverji, en 2009 verða vélar að endast þrjú mót í stað tveggja í ár. Þetta samkomulag er gert til að minnka kostnað og til að gefa efnaminni liðum færi á vélum fyrir minni peninga en ella. Mercedes vélin hefur reynst traustari en Ferrari vélin, en þó bilaði vélin í Japan hjá Heikki Kovalainen. Bretinn Mike Gascoyne hannar bíla Force India fyrir næsta ár. Giancarlo Fisichella og Adrian Sutil hafa verið staðfestir sem ökumenn Force India á næsta ári.
Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira