Kovalainen fagnar 27 ára afmæli á ráslínunni 19. október 2008 04:30 Heikki Kovalainen frá Finnlandi er 27 ára i dag og keppir í Formúlu 1 í Sjanghæ á afmælisdaginn. Mynd: Getty Images Finninn Heikki Kovalainen hjá McLaren fagnar 27 ára afmæli sínu í Formúlu 1 mótinu í Sjanhæ í Kína í dag. Hann er fimmti á ráslínu. Kovalainen er á sínu öðru ári í Formúlu 1, en hann hóf feril sinn með Renault í fyrra. Góður árangur í lokamótunum varð til þess að McLaren tók hann upp á sína arma. Það er hefð fyrir því að kaka sé bökuð á afmælisdegi ökumanna og verður veisla fyrir Kovalainen eftir keppnina. Kovalianen varð fimmti í tímatökunni í gær og ræsir af stað fyrir aftan Fernando Alonso og Felipe Massa. "Mér gekk vel í fyrstu og annarri umferð tímatökunnar og var bjartsýnn fyrir lokaumferðina. En ég náði ekki að láta dekkin bíta nægilega í malbikið. Það var eiginlega synd því ég vonaðist eftir betri rásstað en fimmta sæti. Samt er ég ánægður með bílinn og geri ráð fyrir góðu gengi í mótinu", sagði Kovalainen. Kovalainen hefur unnið eitt mót á árinu, en hann mun styðja við bakið á Lewis Hamilton í titilslagnum í þeim tveimur mótum sem eftir eru og ekki taka af honum dýrmæt stig að ósekju. Sjá tölfræði og fróðleik Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Finninn Heikki Kovalainen hjá McLaren fagnar 27 ára afmæli sínu í Formúlu 1 mótinu í Sjanhæ í Kína í dag. Hann er fimmti á ráslínu. Kovalainen er á sínu öðru ári í Formúlu 1, en hann hóf feril sinn með Renault í fyrra. Góður árangur í lokamótunum varð til þess að McLaren tók hann upp á sína arma. Það er hefð fyrir því að kaka sé bökuð á afmælisdegi ökumanna og verður veisla fyrir Kovalainen eftir keppnina. Kovalianen varð fimmti í tímatökunni í gær og ræsir af stað fyrir aftan Fernando Alonso og Felipe Massa. "Mér gekk vel í fyrstu og annarri umferð tímatökunnar og var bjartsýnn fyrir lokaumferðina. En ég náði ekki að láta dekkin bíta nægilega í malbikið. Það var eiginlega synd því ég vonaðist eftir betri rásstað en fimmta sæti. Samt er ég ánægður með bílinn og geri ráð fyrir góðu gengi í mótinu", sagði Kovalainen. Kovalainen hefur unnið eitt mót á árinu, en hann mun styðja við bakið á Lewis Hamilton í titilslagnum í þeim tveimur mótum sem eftir eru og ekki taka af honum dýrmæt stig að ósekju. Sjá tölfræði og fróðleik
Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira