Arnar Freyr Jónsson, leikstjórnandi Grindavíkur, getur ekki tekið þátt í toppslagnum gegn KR á fimmtudagskvöld þar sem hann tekur út leikbann. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Grindvíkinga.
Arnar Freyr var dæmdur í leikbann fyrir óprúðmannlega framkomu í leik Grindavíkur og Þórs Akureyri um síðustu helgi. Leikbannið tekur gildi á hádegi á fimmtudag.
Grindavík heimsækir KR á fimmtudagskvöld en bæði lið eru með fullt hús í Iceland Express deildinni. Liðin mættust í úrslitum Powerade-bikarsins þar sem KR vann í hörkuskemmtilegum og spennandi leik.