Bakkavör komið í vaxtargírinn 2. september 2008 15:42 Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar. Mynd/GVA Bakkavör ætlar að blása í heilmikla söluaukningu á næstu fjórum árum. Þetta segir Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, í stóru viðtali við breska viðskiptadagblaðið Financial Times í dag. Í blaðinu er farið yfir sögu Bakkavarar allt frá fyrstu dögum þess árið 1986 þegar þeir bræður voru 21 og 19 ára og til mikils vaxtar síðastliðin ár, ekki síst með kaupum á Katsouris Fresh Foods árið 2001, fyrirtækis sem var fimm sinnum stærra en Bakkavör. Þá telur blaðið að Geest, sem Bakkavör keypti árið 2005, hafi verið um þrisvar til fjórum sinnum stærra. Segir Ágúst Bakkavör óhrætt við að kaupa stærri fyrirtæki en félagið sé. Ágúst segir stefnuna setta á frekari vöxt í framtíðinni og spáir því að sala muni fara úr 1,5 milljörðum punda á síðasta ári í fjóra milljarða árið 2012. Í blaðinu segir að þótt þetta virðist stórir draumar þá hafi sala fyrirtækisins tífaldast á árabilinu 2004 til síðasta árs. Ágúst segir mikla vaxtarmöguleika í Kína. Þar sé eftirspurnin gríðarleg og miklir möguleikar. Bakkavör setti fótinn inn fyrir dyr kínverska drekans fyrir þremur árum. „Við erum mjög spennt fyrir tækifærunum þar," segir Ágúst. Þá er bent á að Bakkavör hafi tekið tæpan ellefu prósenta hlut í írska samlokuframleiðandanum Greencore fyrr á þessu ári. Gengi bréfanna hafi hrunið í kjölfarið og Bakkavör tapað 46,2 milljónum punda á stöðunni. Ágúst telur gengið jafna sig til lengri tíma. Ýjað er að því að Bakkavör stefni á yfirtöku á Greencore en félagið jók hægt og bítandi stöðu sína í Geest áður en yfirtökutilboð var lagt fram. Ágúst bendir á að yfirtökur krefjist útgáfu nýr hlutafjár. Blaðið bendir á að bræðurnir eigi 45 prósenta hlut í fjármálaþjónustufyrirtækinu Exista sem aftur sitji á 39,6 prósenta hlut í Bakkavör. Við hlutafjáraukningu, sem gæti orðið í kjölfar nýrrar yfirtöku, sé hætt við að hlutafé eigenda í Bakkavör þynnist. Exista vilji ekki horfa upp á hlutafjáreignina í Bakkavör minnka og því muni félagið koma í veg fyrir slíkt með öllum hætti, svo sem með sölu eigna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Bakkavör ætlar að blása í heilmikla söluaukningu á næstu fjórum árum. Þetta segir Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, í stóru viðtali við breska viðskiptadagblaðið Financial Times í dag. Í blaðinu er farið yfir sögu Bakkavarar allt frá fyrstu dögum þess árið 1986 þegar þeir bræður voru 21 og 19 ára og til mikils vaxtar síðastliðin ár, ekki síst með kaupum á Katsouris Fresh Foods árið 2001, fyrirtækis sem var fimm sinnum stærra en Bakkavör. Þá telur blaðið að Geest, sem Bakkavör keypti árið 2005, hafi verið um þrisvar til fjórum sinnum stærra. Segir Ágúst Bakkavör óhrætt við að kaupa stærri fyrirtæki en félagið sé. Ágúst segir stefnuna setta á frekari vöxt í framtíðinni og spáir því að sala muni fara úr 1,5 milljörðum punda á síðasta ári í fjóra milljarða árið 2012. Í blaðinu segir að þótt þetta virðist stórir draumar þá hafi sala fyrirtækisins tífaldast á árabilinu 2004 til síðasta árs. Ágúst segir mikla vaxtarmöguleika í Kína. Þar sé eftirspurnin gríðarleg og miklir möguleikar. Bakkavör setti fótinn inn fyrir dyr kínverska drekans fyrir þremur árum. „Við erum mjög spennt fyrir tækifærunum þar," segir Ágúst. Þá er bent á að Bakkavör hafi tekið tæpan ellefu prósenta hlut í írska samlokuframleiðandanum Greencore fyrr á þessu ári. Gengi bréfanna hafi hrunið í kjölfarið og Bakkavör tapað 46,2 milljónum punda á stöðunni. Ágúst telur gengið jafna sig til lengri tíma. Ýjað er að því að Bakkavör stefni á yfirtöku á Greencore en félagið jók hægt og bítandi stöðu sína í Geest áður en yfirtökutilboð var lagt fram. Ágúst bendir á að yfirtökur krefjist útgáfu nýr hlutafjár. Blaðið bendir á að bræðurnir eigi 45 prósenta hlut í fjármálaþjónustufyrirtækinu Exista sem aftur sitji á 39,6 prósenta hlut í Bakkavör. Við hlutafjáraukningu, sem gæti orðið í kjölfar nýrrar yfirtöku, sé hætt við að hlutafé eigenda í Bakkavör þynnist. Exista vilji ekki horfa upp á hlutafjáreignina í Bakkavör minnka og því muni félagið koma í veg fyrir slíkt með öllum hætti, svo sem með sölu eigna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira