Græna bílabyltingin í Formúlu 1 9. október 2008 02:24 Dekk Formúlu 1 bíl í Japan um helgina verða með grænum strípum til að minna fólk á umhverfisvænni akstur. mynd: kappakstur.is Formúlu 1 ökumenn og forráðamenn FIA kynntu nýstárlega 10 þrepa ráðleggingar til handa ökumönnum í Tokyo í dag. Til að minna á átakið, þá eru allir Formúlu 1 bílar á dekkjum með grænum strípum þessa mótshelgina á Fuji brautinni í Japan. Formula 1 íþróttinn verður notuð sem stökkpallur í nýrri herferð alþjóðabílasambandsins (FIA) til að kynna umhverfisvænni akstur og umhirðu bíla. "Ég reyni persónulega að keyra sem minnst, þegar ég er ekki að keppa í Formúlu 1. Ég nota alltaf GPS tæki til að rata á milli staða til að spara bensín og hirði vel um bílinn í alla staði", segir Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann er einn af ökumönnum sem kynnti átakið í Tokyo í dag. ,,Þegar ég er heima í Sviss þá nota ég almenningssamgöngur, til að festast ekki i umferðarhnútum, eða hjóla. Ég reyni að gera mitt til hjálpar umhvefismálum." Ummæli Hamilton kunna koma einhverjum spánskt fyrir sjónir, þar sem Formúlu 1 bíll eyðir allt að 70 lítrum af eldsneyti á hundraðið. Reyndar er FIA að vinna hörðum höndum af því að búa til reglur sem gera á íþróttina umhverfisvænni á næstu árum. Merking Bridgestone dekkjanna fyrir mótið í Japan um helgina er fyrsti liðurinn í alþjóðlegu kynningarátaki FIA til handa almenningi. Fyrstu æfingar keppnisliða verða í nótt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en í þættinum Rásmarkið kl. 20.00 í kvöld verður fjallað um átak FIA og væntanlegt mót í Japan. Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Formúlu 1 ökumenn og forráðamenn FIA kynntu nýstárlega 10 þrepa ráðleggingar til handa ökumönnum í Tokyo í dag. Til að minna á átakið, þá eru allir Formúlu 1 bílar á dekkjum með grænum strípum þessa mótshelgina á Fuji brautinni í Japan. Formula 1 íþróttinn verður notuð sem stökkpallur í nýrri herferð alþjóðabílasambandsins (FIA) til að kynna umhverfisvænni akstur og umhirðu bíla. "Ég reyni persónulega að keyra sem minnst, þegar ég er ekki að keppa í Formúlu 1. Ég nota alltaf GPS tæki til að rata á milli staða til að spara bensín og hirði vel um bílinn í alla staði", segir Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann er einn af ökumönnum sem kynnti átakið í Tokyo í dag. ,,Þegar ég er heima í Sviss þá nota ég almenningssamgöngur, til að festast ekki i umferðarhnútum, eða hjóla. Ég reyni að gera mitt til hjálpar umhvefismálum." Ummæli Hamilton kunna koma einhverjum spánskt fyrir sjónir, þar sem Formúlu 1 bíll eyðir allt að 70 lítrum af eldsneyti á hundraðið. Reyndar er FIA að vinna hörðum höndum af því að búa til reglur sem gera á íþróttina umhverfisvænni á næstu árum. Merking Bridgestone dekkjanna fyrir mótið í Japan um helgina er fyrsti liðurinn í alþjóðlegu kynningarátaki FIA til handa almenningi. Fyrstu æfingar keppnisliða verða í nótt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en í þættinum Rásmarkið kl. 20.00 í kvöld verður fjallað um átak FIA og væntanlegt mót í Japan.
Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira