Ísland vildi ekki lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 7. október 2008 18:38 Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðuneytis. Íslensk stjórnvöld tóku ekki boði um að nýta lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) til að vinna bug á þeim efnahagslegu hremmingum sem steðjað hafa hér upp á síðkastið. Reuters-fréttastofan segir aðstoðarfjármálaráðherra sjö stærstu iðnríkja heims hafa rætt stöðu Íslands á símafundi á mánudag og hafi Japanir lagt fram tillögu um að bjóða Íslendingum lánalínu vegna vandans. Stjórnvöld hafi hins vegar ekki viljað óskað eftir aðstoð sjóðsins. "Íslendingar vilja ekki vera þekktir fyrir að hafa þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stjórnvöld leituðu frekar eftir hjálp hjá hinum norrænu seðlabönkunum en að leita eftir fjármagni hjá sjóðnum," segir heimildamaður Reuters sem bætir því við að stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafi þrýst á íslensk stjórnvöld að leita til sjóðsins. Daginn eftir símafundinn, það er í dag, tók Fjármálaeftirlitið yfir stjórn Landsbankans og leituðu stjórnvöld síðan eftir fjögurra milljarða evra láni frá Rússlandi, að því er Reuters greinir frá. Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðuneytisins, sagði í samtali við Bloomberg-fréttastofuna á föstudag í síðust viku að ríkisstjórnin myndi mjög fljótlega tilkynna um áætlun til að dæla auknu lausafé inn á íslenska markaðinn. "Við erum að vinna að áætlun," sagði Tryggvi Þór. "Og miðað við stöðuna á markaðinum nún er augljóst að hún verður að liggja fyrir mjög fljótlega." Þá vildi Tryggvi Þór ekki greina frá áætluninni í smáatriðum. "Sú upphæð sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gæti veitt okkur er minniháttar. Við erum iðnvætt þjóðfélag og fimmta auðugasta þjóð í heimi miðað við höfðatölu. Við erum að vinna að ýmsu til að auka lausafé í umferð en IMF er ekki inni í myndinni," sagði hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Íslensk stjórnvöld tóku ekki boði um að nýta lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) til að vinna bug á þeim efnahagslegu hremmingum sem steðjað hafa hér upp á síðkastið. Reuters-fréttastofan segir aðstoðarfjármálaráðherra sjö stærstu iðnríkja heims hafa rætt stöðu Íslands á símafundi á mánudag og hafi Japanir lagt fram tillögu um að bjóða Íslendingum lánalínu vegna vandans. Stjórnvöld hafi hins vegar ekki viljað óskað eftir aðstoð sjóðsins. "Íslendingar vilja ekki vera þekktir fyrir að hafa þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stjórnvöld leituðu frekar eftir hjálp hjá hinum norrænu seðlabönkunum en að leita eftir fjármagni hjá sjóðnum," segir heimildamaður Reuters sem bætir því við að stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafi þrýst á íslensk stjórnvöld að leita til sjóðsins. Daginn eftir símafundinn, það er í dag, tók Fjármálaeftirlitið yfir stjórn Landsbankans og leituðu stjórnvöld síðan eftir fjögurra milljarða evra láni frá Rússlandi, að því er Reuters greinir frá. Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðuneytisins, sagði í samtali við Bloomberg-fréttastofuna á föstudag í síðust viku að ríkisstjórnin myndi mjög fljótlega tilkynna um áætlun til að dæla auknu lausafé inn á íslenska markaðinn. "Við erum að vinna að áætlun," sagði Tryggvi Þór. "Og miðað við stöðuna á markaðinum nún er augljóst að hún verður að liggja fyrir mjög fljótlega." Þá vildi Tryggvi Þór ekki greina frá áætluninni í smáatriðum. "Sú upphæð sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gæti veitt okkur er minniháttar. Við erum iðnvætt þjóðfélag og fimmta auðugasta þjóð í heimi miðað við höfðatölu. Við erum að vinna að ýmsu til að auka lausafé í umferð en IMF er ekki inni í myndinni," sagði hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira